Foreldramorgnum á vormisseri í Háteigskirkju er nú lokið og verða þeir aftur í boði í haust, en þá munum við einnig bjóða upp á Krílasálma, sem er tónlistarupplifunarnámskeið fyrir yngstu börnin og foreldra. Dagsetningar og tími verður auglýst í sumarlok. Hlökkum til að sjá ykkur í haust, njótið sumars og sólar !
Sunnudagurinn 14. maí – Hinn almenni bænadagur. Messa kl. 11:00. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ari Jóhann Ingu- Steinunnarson leikur einleik á orgel. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, Guðnýjar Einarsdóttur. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Uppstigningardagur, dagur aldraðra í kirkjunni, fimmtudaginn 18. maí. Messa kl. 14:00. Séra Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari, Séra Tómas Sveinnsson fyrrverandi sóknarprestur Háteigsprestakalls flytur prédikun. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur annast messusönginn undir stjórn Arons Axels Cortes. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Léttar kaffiveitingar eftir messu.
Messa í Háteigskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 11:00. Perlukór Háteigskirkju og Kordía, kór Háteigskirkju, syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Jesús segir í guðspjalli dagsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.“ Verið hjartanlega velkomin í Háteigskirkju.
Háteigskirkja Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn sunnudaginn 14. maí n.k, að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Fundurinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá – venjuleg aðalfundarstörf. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarnefnd Háteigskirkju
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Vigdís Kristjánsdóttir, 8 ára nemandi í Vesturbæjarskóla, leikur einleik á orgel. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi, kex og djús í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Foreldrar með ungabörn: Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 26. apríl kl. 9:00 – 10:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur, í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Kaffi, spjall og leikföng fyrir börnin að skoða.
Sunnudagur 23. apríl: Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Kaffispjall í safnaðarheimili eftir messu. Verið hjartanlega velkomin !
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 19. apríl kl. 9:00 – 10:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur, í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Kaffi, spjall og leikföng fyrir börnin að skoða.
Ferming kl. 10:30. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Fermingin er sú þriðja og síðasta á þessu vori í Háteigskirkju en að þessu sinni munu 38 börn fermast í athöfninni. Aldrei hafa fleiri börn fermst í einni og sömu athöfn í kirkjunni og því eigum við von á fjölmenni á sunnudaginn.
Pálmasunnudagur 2. apríl Ferming kl. 10:30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson.
Þriðjudagur 4. apríl Himindaggir – Útgáfutónleikar Kordíu, kórs Háteigskirkju kl. 20:00. Flutt verða verk eftir íslensk og erlend tónskáld, m.a. Momentary e. Ólaf Arnalds og Sound of Silence e. Simon & Garfunkel. Frank Aarnink leikur á slagverk. Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir. Miðaverð er 3.500.-
Skírdagur 6. apríl Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Una Dóra Þorbjörnsdóttir syngur einsöng. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Föstudagurinn langi 7. apríl Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Krossferill Krists. Valdís Gregory leikur á selló. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Páskadagur 9. apríl Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Morgunverður í safnaðarheimili í boði sóknarnefndar að messu lokinni.
Annar í páskum 10. apríl Ferming kl. 10:30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson.