Guðsþjónustur
Messað er alla sunnudaga kl. 11
Í messunni kemur söfnuðurinn saman til þess að eiga helga stund frammi fyrir Guði.
Í Háteigskirkju hefur um langt árabil verið lögð á það áhersla að messa alla sunnudaga.
Í messum á sunnudögum skiptast prestar kirkjunnar á að þjóna og alla jafna er það Erla Rut Káradóttir, organisti kirkjunnar sem spilar á orgelið og leiðir safnaðarsönginn ásamt félögum úr Kordíu, kór Háteigskirkju.
Yfir vetrartímann eru fjölskylduguðsþjónustur síðasta sunnudag hvers mánaðar.
Allir eru hjartanlega velkomnir í guðsþjónustur í Háteigskirkju!