Helgihald

Helgihald í Háteigskirkju

Messað er alla sunnudaga kl. 11

Í messunni kemur söfnuðurinn saman til þess að eiga helga stund frammi fyrir Guði. Í Háteigskirkju hefur um langt árabil verið lögð á það áhersla að messa alla sunnudaga. Þegar talað er um messu, þá er þar með verið að gefa söfnuðinum til kynna að altarisganga er hluti af athöfninni.

 

Fyrirbænastund á miðvikudögum kl. 18

Fyrirbænastundir eru alla miðvikudaga, allt árið kl. 18 í Háteigskirkju. Stundirnar taka um 30 mínútur.

Allir eru velkomnir á bænastund.
Fátt er betra en að safna sér saman í miðri viku, hreinsa hugann og biðja fyrir ástvinum sínum.
Hægt er að skila inn bænaefnum með því að hringja í síma 511 5400 á opnunartíma kirkjunnar.

hafðu samband

kirkjan er opin alla virka daga kl 9-16

Viðtalstímar

Prestarnir okkar eru með viðtalstíma og hlusta á alla sem til þeirra leita

orgelsjóður

Draumurinn er að eignast nýtt orgel og til er orgelsjóður við kirkjuna sem tekur á móti gjöfum og áheitum. Hafið samband við kirkjuverði eða organista

fréttir

Allra nýjustu fréttir í kirkjunni okkar eru að við erum að vinna að nýrri vefsíðu.. Það er skemmtilegt verkefni, en nú þurfa allir starfsmenn og áhugamenn í kirkjunni okkar að leggja sig fram og hjálpa til með efni. Allir sem vettlingi geta valdið mega senda efni á netfangið hannavala@gmail.com 

kordía tónleikar

Tónleikar Kordíu verða 9.júní nk. kl 22. Frábær dagskrá og ókeypis inn

Messur alla sunnudaga

Messur alla sunnudaga kl 11

Gallerí Göng

Kristín Geirsdóttir opnar sýningu sína á hvítasunnudag kl 12-14. Allir hjartanlega velkomnir

Close Menu