Kordía, kór Háteigskirkju

Kordía

Kordía, kór Háteigskirkju er 20 manna kammerkór sem annast söng við helgihald kirkjunnar og við athafnir. Kórinn heldur u.þ.b. 2 – 3 tónleika á ári og kemur fram við ýmis tilefni. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum og er kórnum stjórnað af organista kirkjunnar, Erlu Rut Káradóttur. Ef þú hefur áhuga á að syngja með Kordíu er þér velkomið að hafa samband við Erlu Rut organista, netfang: erlak1@gmail.com

Facebook síða Kordíu

Kordía syngur sálminn Leiftra þú sól eftir Jón Ásgeirsson og Sigurbjörn Einarsson