Aðeins um Gallerí Göng

Gallerí Göng eru staðsett í göngunum milli Háteigskirkju og safnaðarheimilis Háteigskirkju. Fyrsta sýningin sem haldin var undir þessu nafni var sýning Ole Medin, listamanns frá Svíþjóð. Síðan hafa verið haldnar sýningar a.m.k. mánaðarlega. Þeir sem hafa sýnt eru auk Ole, Guðlaug Friðriksdóttir, Pétur Gautur, Soffía Sæmundsdóttir, Guðbjörg Lind, Sara Vilbergsdóttir, Jóhanna V Þórhallsdóttir, Helgi Grímsson, Bjarni Sigurbjörnsson,  Bjarni Hinriksson, Magdalega Notcraft, Daði Guðbjörnsson, Guðlaugur Bjarnason, Kristín Geirsdóttir, Fríða Kristín Gísladóttir, Ólöf Björg Björnsdóttir, Litka og Vatnslitafélag Íslands. Nú sýnir Kristbergur Ó Pétursson. Skipuleggjandi og umsjónarmaður Gallerísins er Jóhanna V Þórhallsdóttir gallerigong@gmail.com 

Kristbergur Ó Pétursson
6/2 -10/3 2020

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Gallerí Göng eru opin alla virka daga kl 10-16, á sunnudögum kl 11-12. Og eftir samkomulagi.

Taktur og tilfinning

Jóhanna V Þórhallsdóttir sýndi verk sín desember 2019-janúar 2020, en verkin voru unnin undir áhrifum tónlistar, bæði klassískrar og djass.  Jóhanna lauk námi í Akademíunni í Bad Reichenhall í lok nóvember 2019 og sýndi verk sín að því tilefni í Þýskalandi

Vatnslitafélag Íslands

Um Vatnslitafélag Íslands
Vatnslitafélag Íslands er nýtt félag stofnað í febrúar á þessu ári. Félagar eru nú 165 talsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hér um að ræða landsfélag fyrir þá sem stunda vatnslitamálun. Félagar eru á aldrinum 27 til 93 ára og eru ýmist atvinnulistamenn eða áhugalistamenn. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði. Það hvetur til samstarfs innan félagsins og stendur fyrir listviðburðum með fjölbreyttri fræðslu og sýningarhaldi.Litka

Samsýning félaga í Litku var í september. Litka sem er myndlistarfélag og eru félagsmenn rúmlega 100 Félagar sýna myndir sem unnar eru með vatnslitum, olíu og akríl.

Ólöf Björg Björnsdóttir

Ólöf Björg Björnsdóttir opnaði sýningu sýna: Manneskjan, Afbygging & Umföðmun í Gallerí Göng/um, Háteigskirkju, fimmtudaginn 8. ágúst nk. Kl 16-19
Verkin eru unnin í expressíónísku flæði. Viðfangsefnið er manneskjan og sjálfsleit hennar, afbygging og umföðmun sem er tilraun að opna rými tengsla í gegnum listmiðil. Að tengja saman ólík element í átt að heilli mennsku.

Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd 1973 í Reykjavík þar sem hún nú starfar. Hún útskrifaðist frá málaradeild árið 2001 frá Listaháskóla Íslands en hefur jafn fram bæði verið í læri hjá kóreiskum meistara og verið í skiptinámi í Listaháskólanum í Granada á Spáni.

Fríða Kristín Gísladóttir

Friða Kristin Gisladóttir listmálari opnaði í Gallerí Göngum, Háteigskirkju, sýninguna “Ljósið líkamnað”  á mánudaginn 15. Júlí .Verk Friðu eru Niðurhal Ljóssins. Listamaðurinn málar i hugleiðslu þar sem hún tengir við æðri vitund. Útkoman er birtingarmynd ljóss og ljósvera á striga. Friða er einnig undir áhrifum frá náttúrufyrirbærum eins og norðurljósum og fossum.                           

 

Sýningunni lýkur 6. ágúst

Kristín Geirsdóttir

Óður til jarðar, blá jörð, græn jörð

Um verk Kristínar hefur Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og myndlistarmaður skrifað í sýningarskrána Tværogein:   „Kristín Geirsdóttir hefur um árabil markað sér sérstöðu í íslensku málverki þar sem hún bregður sér í ýmis hlutverk í rannsóknum sínum og sköpun.  Vísindamaðurinn fylgist náið með áhrifum þyngdaraflsins, viðnámi og flæði og ferli olíulita sem renna eins og regndropar á rúðu niður lóðréttan myndflöt eða falla eins og dropar á lágréttan flöt. Málarinn velur liti sem vinna saman og kalla fram ákveðin hughrif. Listakonan skapar verk sem byggja á samspili innri og ytri veruleika, náttúrunni umhverfis og í sálinni.“

Guðlaugur Bjarnason

„Ferningaflæði“ opnaði 12. maí á hádegi. Guðlaugur sýndi málverk sem unnin voru á tveimur síðastliðnum árum. Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð það sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989. Um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art um vorið1990. Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann svo sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova. Flutti frá Düsseldorf/Mönchengladbach til Berlínar árið 1995 og bjó þar til 2012, er hann snéri aftur til Íslands.

Guðlaugur hélt margar ljósmyndasýningar í Berlín og tók þátt í ýmsum árlegum samsýningum þar,
svo og listamannahittingum í Skotlandi, Tékklandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Daði Guðbjörnsson

 „ Málað í Nú-Húinu  “ Listmálarinn Daði Guðbjörnsson (1954) hefur þegar skipað sér á bekk með athyglisverðustu myndlistamönnum sinnar kynslóðar. Hann hefur farið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og skapað sér sérstæðan og persónulegan stíl þar sem hugmyndir, tákn og tilvitnanir eru honum óþrjótandi viðfangsefni. Hann er hér við opnun sýningarinnar í miðjunni. Til vinstri er Jón Thor Gíslason og hægra megin er Kristbergur Ó Pétursson. 

Magdalena Nothaft

Sýningin bar yfirskriftina  Hvítt á svörtu. Þar sýndir hún akrýl myndir sem hún hafði málað á léreft. Magdalena er búsett í suður Þýskalandi, Rosenheim og rekur gallerí í Oberstdorf. Þetta var í fyrsta sinn sem hún sýndi á Íslandi.

Bjarni Hinriksson

Sýningin hans „ MYRKVI “ sýndi okkur inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.  Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

Bjarni Sigurbjörnsson

Sýningin bar yfirskriftina 11. „Að skera í gegnum tíma, í gegnum sögu, að skera sig að eigin uppruna að náttúru gegnum tæknivæðingu og hin nýju skilirí heimsins, skjáheiminn. Drekka blóð jarðar. Skera með pensli til málverksins sem myndvörfum af holdsins upprisu.“

Helgi Grímsson

Sýningin hans „Málað með þræði og orðum“ er hann sýndi útsaumsmyndir og ljóð sín, vakti mikla eftirtekt. Þetta var fyrsta sýningin hans og vonandi ekki sú síðasta

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Jóhanna var með sýninguna „Ég hef augu mín til fjallanna“ og sýndi olíumyndir á striga. Jóhanna hefur lauk námi í myndlist í Þýskalandi, en sér aukinheldur um Gallerí Göng

Close Menu