NÝJASTA SÝNING

Guðlaugur Bjarnason opnar sýninguna „Ferningaflæði“ í Gallerí Göng við Háteigskirkju í Reykjavík 12. maí á hádegi. Guðlaugur sýnir málverk sem eru unnin á tveimur síðastliðnum árum. Þetta eru ferningar sem fjalla um hornalínur og miðju, eða það sem ferningsformið býður svolítið uppá við fyrstu kynni. En Guðlaugur tekur sirkilinn með í ferlið, frá hverju horni eða miðju jaðars verða til hálfhringir og fjórðungar og málaðir fletir undirstrika tjáninguna og spennuna sem verður til þegar formin mætast. Titlar verkanna vísa einnig vel til þess sem er að gerast í myndunum.

Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð það sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989. Um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art um vorið1990. Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann svo sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova. Flutti frá Düsseldorf/Mönchengladbach til Berlínar árið 1995 og bjó þar til 2012, er hann snéri aftur til Íslands.

Guðlaugur hélt margar ljósmyndasýningar í Berlín og tók þátt í ýmsum árlegum samsýningum þar,
svo og listamannahittingum í Skotlandi, Tékklandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Ferningafllæði, sýning Guðlaugs Bjarnasonar

Gallerí Göng eru opin alla virka daga kl 10-16, á sunnudögum kl 11-12. Sýningunni lýkur í júní.

Daði Guðbjörnsson

 „ Málað í Nú-Húinu  “ Listmálarinn Daði Guðbjörnsson (1954) hefur þegar skipað sér á bekk með athyglisverðustu myndlistamönnum sinnar kynslóðar. Hann hefur farið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og skapað sér sérstæðan og persónulegan stíl þar sem hugmyndir, tákn og tilvitnanir eru honum óþrjótandi viðfangsefni. Hann er hér við opnun sýningarinnar í miðjunni. Til vinstri er Jón Thor Gíslason og hægra megin er Kristbergur Ó Pétursson. 

Magdalena Nothaft

Sýningin bar yfirskriftina  Hvítt á svörtu. Þar sýndir hún akrýl myndir sem hún hafði málað á léreft. Magdalena er búsett í suður Þýskalandi, Rosenheim og rekur gallerí í Oberstdorf. Þetta var í fyrsta sinn sem hún sýndi á Íslandi.

Bjarni Hinriksson

Sýningin hans „ MYRKVI “ sýndi okkur inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.  Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

Bjarni Sigurbjörnsson

Sýningin bar yfirskriftina 11. „Að skera í gegnum tíma, í gegnum sögu, að skera sig að eigin uppruna að náttúru gegnum tæknivæðingu og hin nýju skilirí heimsins, skjáheiminn. Drekka blóð jarðar. Skera með pensli til málverksins sem myndvörfum af holdsins upprisu.“

Helgi Grímsson

Sýningin hans „Málað með þræði og orðum“ er hann sýndi útsaumsmyndir og ljóð sín, vakti mikla eftirtekt. Þetta var fyrsta sýningin hans og vonandi ekki sú síðasta

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Jóhanna var með sýninguna „Ég hef augu mín til fjallanna“ og sýndi olíumyndir á striga. Jóhanna hefur lauk námi í myndlist í Þýskalandi, en sér aukinheldur um Gallerí Göng

Væntanlegir listamenn

Þær sýna í Gallerí Göngum fljótlega

Fríða Kristín Gísladóttir

Fríða Gísladóttir verður gestur í GÖNGum í júlímánuði

Kristín Geirsdóttir

Kristín verður gestur í júnímánuði

Close Menu