Um Gallerí Göng

Gallerí Göng hóf starfsemi sína 15 mars 2018 þegar Olle Medin listmálari frá Svíþjóð var með sýningu sína. Síðan þá hefur Jóhanna V Þórhallsdóttir myndlistakona séð um rekstur gallerísins en það er opið alla virka daga kl 10-16 og einnig um helgar á messutímum og ef það er sérstaklega auglýst. 

https://www.facebook.com/1602144729839999/videos/290637051866438/BV4js_E

Tengsl

Hafdís og Haukur Harðarbörn sýna ásamtt Körlu Dögg Karlsdóttur. Sýningin stendur út septembermánuð

Ragnheiður Guðmundsdóttir (1966) myndlistarmaður opnar sýningu sína, tólf-lær-dóms-rík-ár 2008-2020 í Gallerí Göng/um fimmtudaginn 16. júlí kl 17 Ragnheiður útskrifaðist með BA úr textíl frá LHÍ árið 2000 og MA í myndlist frá LHÍ vorið 2019. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis á þessu tímabili.

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir (1966) myndlistarmaður opnar sýningu sína, tólf-lær-dóms-rík-ár 2008-2020 í Gallerí Göng/um fimmtudaginn 16. júlí kl 17 Ragnheiður útskrifaðist með BA úr textíl frá LHÍ árið 2000 og MA í myndlist frá LHÍ vorið 2019. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis á þessu tímabili.

Tengsl

Myndlistarsýningin Tengsl verður opnuð 29. ágúst í Gallerí Göng Háteigsvegi. Að sýningunni standa þrír einstaklingar sem tengjast fjölskylduböndum vestur í Súgandafjörð. Þau eru, Hafdís og Haukur Harðarbörn og Karla Dögg Karlsdóttir.
Laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst frá klukkan 14 til 17 verðum við á staðnum og tökum á móti gestum og gangandi. Eftir það er sýninginn opin frá kl. 10 til 16 á virkum dögum og 14 til 17. um helgina 5. til 6 september. Þá verða einhver okkar á staðnum. Flest verkin eru til sölu.
 
Karla Dögg Karlsdóttir
Sækir efnivið sinn m.a. í margyfirkeyrða bílaparta og annað járn, fundið á götum borgarinnar, og saumar út í ryðgað járn og jafa. Karla Dögg veltir fyrir sér mýkt og hörku í mismunandi efni og þögn útsaumsins í höndum kvenna.
Hafdís Harðardóttir
Fjöllin, birtan, blómin – Að reyna að ná fram þeim hughrifum sem maður verður fyrir út í náttúrunni, á pappír, striga, gifs, marmara, með olíu, akryl, bleki, hamar og meitli, er og verður ævilöng áskorun.
 
Haukur Harðarson
Fljótlega eftir að ég byrjaði að mála þurfti ég að taka ákvörðun. Leyfa öðrum að sjá eða kaupa bílskúr? Ég valdi fyrri kostinn og hef haft gaman af.
Haukur sýnir akrílmálverk sem öll hafa náttúru tengingu.

Hulda Leifsdóttir

Hulda opnaði 15.mars sl sýningu í Galleríi Göngum meðð 12 abstrakt-málverkum. Sýningin sem hét Umbreyting og vísar í Mysterium tremendum et fascinans, sem við og jörðin göngum í gegnum og sem er í senn heillandi og ógnvekjandi. Hulda hefur verið starfandi listamaður síðan 1986, sýnt bæði á Íslandi og svo í Finnlandi og á Álandseyjum. Hún hefur lært í myndlistarskólanum í Pori, Finnlandi ásamt hjá mörgum lærimeisturum og námskeiðum, m.a. flókaverk og íkonmálun. Abstrakt-málun lærði hún í fjarnámi hjá bandarískri listakonu Nancy Hillis M.D. Upphaflega stóð til að sýningin stæði fram í miðjan apríl, en vegna Kóvid 19 var sýningin opnuð aftur 17.maí og stóð fram í miðjan júní 2020

Halla Kjartansdóttir

Halla Kolbeinsdóttir er sjálflærður listamaður. Hún málar aðallega í olíu og notar stundum blandaða tækni. Hún veltir fyrir sér samspili hins lífræna og tækniheim mannsins. Plöntur og frumur fléttast saman við skjái og fræ í óhlutbundnum ævintýraheimum. Hún hefur sótt myndlistarnámskeið í Englandi, Bandaríkjunum, Myndlistarskóla Kópavogs og hjá Bjarna Sigurbjörnssyni, listmálara. Hún hefur unnið í vef- og tæknigeiranum í um 20 ár. Þetta er önnur einkasýning listamannsins en áður hélt hún ljósmyndasýningu í Wilmington í Norður-Karólínu árið 2003 undir nafninu Halla Roberts.  

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Taktur og tilfinning. Jóhanna V Þórhallsdóttir sunnudaginn 8.desember kl 12 eða strax á eftir messu  í Háteigskirkju og stendur opnunin til kl 15.  Myndirnar málaði Jóhanna á þessu ári. Þetta er 6 einkasýning Jóhönnu hér á landi, en hún tekur auk þess þátt í samsýningu í Þýsalandi um þessar mundir. Í lok nóvember á þessu ári,  lauk Jóhanna meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Bad Reichenhall akademíunni.  Jóhanna hefur stjórnað Gallerí Göng/um frá árinu 2018 og hafa verið haldnar. 12 sýningar á árinu. Yfirskrift sýningarinnar Taktur og tilfinning vísar í tónlistina, sem leikur stórt hlutverk hjá Jóhönnu þegar hún málar. Myndirnar hreyfast í takt við tónlist sem er alltaf nálæg í sköpun Jóhönnu.

 

 

Kristbergur Ó Pétursson

 6.febrúar 2020.  Kristbergur á að baki margar einkasýningar, enda virkur í sýningarhaldi síðan hann kom heim úr námi í Amsterdam 1988.  Jón Thor Gíslason myndlistarmaður segir um verk Kristbergs:
“Það kveður við nýjan tón í verkunum sem sýndar eru hér á sýningunni.
Litirnir eru núna ríkari en við eigum að venjast í eldri myndunum.
En það er ekki bara það. Ef betur er að gáð má sjá glitta í einhverja
veru sem er á ráfi í myndfletinum. Til þessa hefur það verið
einkennandi
fyrir málverk Kristbergs að þau eru óhlutbundin ef svo má segja,
allavega mannlaus.
Hver er þá þessi mannvera?
Hvað er hún að gera þarna og hvaða hlutverki gegnir hún?”

 

 

Litka

Veriði hjartanlega velkomin á opnun á morgun 7. september kl 14-16 í Gallerí Göngum. Þar verður samsýning félaga í Litku, sem er myndlistarfélag og eru félagsmenn rúmlega 100 Félagar sýna myndir sem unnar eru með vatnslitum, olíu og akríl.

 

Vatnslitafélag Íslands

Um Vatnslitafélag Íslands október-nóvember 2019

Vatnslitafélag Íslands er nýtt félag stofnað í febrúar á þessu ári. Félagar eru nú 165 talsins. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hér um að ræða landsfélag fyrir þá sem stunda vatnslitamálun. Félagar eru á aldrinum 27 til 93 ára og eru ýmist atvinnulistamenn eða áhugalistamenn. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði.

Samsýning Vatnslitafélags Íslands

2019

Fríða Kristín Gísladóttir

 

Friða Kristin Gisladóttir listmálari opnar í Gallerí Göngum, Háteigskirkju, sýninguna “Ljósið líkamnað”  á mánudaginn 15. Júlí  frá  kl 17 – 19, en þann dag verður hún einnig sextug. Það er því gott tilefni til að fagna.Verkin á sýningunni eru að mestu unnin á þessu ári.

 

 

Ólöf Björg Björnsdóttir

Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýningu sýna: Manneskjan, Afbygging & Umföðmun  8. ágúst nk. Kl 16-19

Verkin eru unnin í expressíónísku flæði. Viðfangsefnið er manneskjan og sjálfsleit hennar, afbygging og umföðmun sem er tilraun að opna rými tengsla í gegnum listmiðil. Að tengja saman ólík element í átt að heilli mennsku.

 

Guðlaugur Bjarnason

 „Ferningaflæði“ í maí 2019 Guðlaugur sýnir málverk sem eru unnin á tveimur síðastliðnum árum. Þetta eru ferningar sem fjalla um hornalínur og miðju, eða það sem ferningsformið býður svolítið uppá við fyrstu kynni. En Guðlaugur tekur sirkilinn með í ferlið, frá hverju horni eða miðju jaðars verða til hálfhringir og fjórðungar og málaðir fletir undirstrika tjáninguna og spennuna sem verður til þegar formin mætast. Titlar verkanna vísa einnig vel til þess sem er að gerast í myndunum.

 

 

Kristín Geirsdóttir

Óður til jarðar, blá jörð, græn jörð.

Um verk Kristínar hefur Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og myndlistarmaður skrifað í sýningarskrána Tværogein:   „Kristín Geirsdóttir hefur um árabil markað sér sérstöðu í íslensku málverki þar sem hún bregður sér í ýmis hlutverk í rannsóknum sínum og sköpun.  Vísindamaðurinn fylgist náið með áhrifum þyngdaraflsins, viðnámi og flæði og ferli olíulita sem renna eins og regndropar á rúðu niður lóðréttan myndflöt eða falla eins og dropar á lágréttan flöt. Málarinn velur liti sem vinna saman og kalla fram ákveðin hughrif. “ . . .  „Auga málarans velur litasamsetningar sem vísa til íslenskrar náttúru og birtubrigða, en einnig innra sálarlífs, sorgar, gleði, íhugunar, þessi myndverk kalla fram hugarástand áhorfandans.  Það má að einhverju leyti líkja málverkum Kristínar við náttúrufyrirbæri sem gjarnan kalla fram innri íhugun eins og streymandi vatnsyfirborð, logandi eld.“

 

Magdalena Not

Næsta sunnudag, 24.mars, kl 12 -14  hádegi opnar þýska listakonan Magdalena Nothaft

sýningu á verkum sínum. Yfirskrift sýningarinnar er Hvítt á svörtu, en flestar myndirnar sem hún kemur með til Íslands hefur hún málað á léreft. Einnig kemur hún með myndir sem hún hefur málað á pappa. Magdalena er búsett í suður Þýskalandi og lauk námi hjá Markus Lüpertz .Magdalena á einnig  gallerí í Obertsdorf í Þýskalandi, en þar hafa ma. Íslendingar sýnt verk sín. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir á Íslandi.

 

 

Daði Guðbjörnsson

Listmálarinn Daði Guðbjörnsson (1954) hefur þegar skipað sér á bekk með athyglisverðustu myndlistamönnum sinnar kynslóðar. Hann hefur farið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og skapað sér sérstæðan og persónulegan stíl þar sem hugmyndir, tákn og tilvitnanir eru honum óþrjótandi viðfangsefni.
 
 
 
 

Bjarni Sigurbjörnsson

Sýningin bar yfirskriftina 11. „Að skera í gegnum tíma, í gegnum sögu, að skera sig að eigin uppruna að náttúru gegnum tæknivæðingu og hin nýju skilirí heimsins, skjáheiminn. Drekka blóð jarðar. Skera með pensli til málverksins sem myndvörfum af holdsins upprisu.“ Janúar-febrúar 2019

Bjarni Hinriksson

Sýningin hans „ MYRKVI “ sýndi okkur inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.  Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Jóhanna var með sýninguna „Ég hef augu mín til fjallanna“ og sýndi olíumyndir á striga nóv-des 2018. Jóhanna lauk námi í myndlist í Þýskalandi, en sér aukinheldur um Gallerí Göng

Helgi Grímsson

Sýningin hans „Málað með þræði og orðum“ er hann sýndi útsaumsmyndir og ljóð sín, vakti mikla eftirtekt. Þetta var fyrsta sýningin hans og vonandi ekki sú síðasta

Guðbjörg Lind

13.september 2018 opnaði sýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur  Um myndirnar á sýningunni segir Guðbjörg Lind
„Landslagsverk mín eru sprottin úr umhverfi æsku minnar vestur á fjörðum og fela í sér tilraun til að skapa veröld á mörkum hugar og náttúru. Þannig eru þau framlenging á mínum eigin hugarheimi. Viðfangsefni mín hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinum þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn. Þráhyggjukennd áhersla á vatn í verkum mínum tengist hrifningu minni á hverfulleika þess og gagnsæi og er líka tengd á einhvern hátt vatnshræðslu minni. Í verkum mínum segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skynja má hið upphafna í sjálfum

Sara Vilbergsdóttir

21. október 2018 opnaði Sara Vilbergsdóttir sýninguna Vort daglegt brauð í Gallerí Göng/um í Háteigskirkju. Þar voru sýnd verk á ólíkum aldri, það elsta unnið 2006 og yngsta rétt óþornað.  Þau voru unnin með blandaðri tækni, í pappamassa, akríl og olíu svo eitthvað sé nefnt.

Pétur Gautur

Fimmtudaginn 24.maí kl 17.00  verður opnuð í Gallerí Göng- Háteigskirkju, sýning Pétur Gauts, undir yfirskriftinni ” Skálar ” Sýningin var fram í júní 2018

Soffía Sæmundsdóttir

Skemmtilegt á opnun í gær12. júlí 2018.  Trú flytur fjöll, myndlistarsýning Soffíu Sæmundsdóttur!

Olle Medin

Sænski listmálarinn Olle Medin hlaut menntun sína í listaskólunum í Örebro og Gautaborg og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar í Svíþjóð og víðar. Verk hans hanga víða í opinberum stofnunum og fyrirtækjum enda er hann með þekktari málurum Svía af sinni kynslóð. Myndir hans eru bæði fjörugar og fjölbreytilegar og iða af lífi. Hann leikur sér að formi og litum á nýstárlegan hátt. Myndefnin eru mörg en abtsrakt verk undir áhrifum frá ítölskum hughrifum eru einkar áberandi. Opnun 15/3 2018

Guðlaug Friðriksdóttir

Frá uppsetningu og síðan opnun sýningar Guðlaugar Friðriksdóttur, Helgir dagar. Sýningin stendur yfir til 21. maí 2018