Fermingarfræðsla í Háteigskirkju fyrir börn sem eru fædd 2011 hófst með skráningarmessu þann 25. ágúst 2024. Fræðslan fer fram á fimmtudögum á eftirtöldum tímum, nema annað verði tilkynnt:
Hlíðaskóli fimmtudagar kl. 16:00
Háteigsskóli fimmtudagar kl. 17:00
Fermt verður á eftirtöldum dögum vorið 2025:
Sunnudagur 6. apríl kl. 10:30
Pálmasunnudagur 13. apríl kl. 10:30
Annar í páskum 21. apríl kl. 10:30
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur og annar prestur kirkjunnar hafa umsjón með fermingarfræðslunni og ferma börnin.
ALMENNT UM FERMINGARFRÆÐSLUNA:
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur hefur umsjón með fermingarfræðslunni og fermir börnin ásamt öðrum presti kirkjunnar. Nánari upplýsingar má nálgast hjá henni en bréf til allra barna á fermingaraldri í Háteigssókn þar sem tilkynnt er um fermingarfræðslu komandi vetrar er sent á lögheimili þeirra í maílok árið fyrir fermingarárið. Annað bréf sama efnis er sent til barnanna síðsumars (um eða upp úr miðjum ágúst).
Börn utan Háteigssóknar geta óskað eftir því að sækja fermingarfræðslu og að vera fermd í Háteigskirkju, haft er samband við sóknarprest, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur (helgasoffia@simnet.is eða gsm. 860 9997), sé þess óskað.
Fermingarfræðsla í Háteigskirkju fyrir börn hefst með skráningarmessu að hausti ár hvert (í ágústlok eða septemberbyrjun á tilkynntum degi). Fermingarfræðslan fer fram á fimmtudögum á eftirtöldum tímum (að óbreyttu, verði breytingar á er tilkynnt um það):
Hlíðaskóli fimmtudagar kl. 16:00
Háteigsskóli fimmtudagar kl. 17:00
Fermingar fara fram í kringum páska á tilkynntum dögum (almennt á Pálmasunnudag, Annan í páskum og á sunnudegi eftir páska, það fer þó eftir dagatali ár hvert og fjölda fermingarbarna). Tilkynnt er um fermingardaga ár hvert, almennt eru þrjár dagsetningar í boði. Almennt er reynt að koma því fyrir þannig að barn og fjölskylda velji fermingardag barnsins sjálf úr þeim þremur fermingardögum sem í boði eru ár hvert (getur breyst, t.a.m. eftir fjölda fermingarbarna). Fermingar fara fram kl. 10:30 (en ekki 11:00 eins og þegar almenn messa/guðsþjónusta er).
Auk þess að mæta í fermingarfræðslu eiga fermingarbörn að mæta í messu 10 sinnum yfir fermingarfræðsluveturinn, frá því að fermingarfræðsla byrjar og fram að fermingu. Fermingarbörn skrá mætingu í messu á þar til gert skráningarblað sem liggur í anddyri kirkjunnar á messudögum. (Fermingarbörn geta mætt í messu í annarri kirkju og skulu þá leita til kirkjuvarðar þar um að fá staðfestingu á mætingu og skila í næstu fermingarfræðslu).
Fermingarbörnum hefur verið boðið ár hvert að fara í Vatnaskóg yfir helgi með prestunum sem sinna fermingarfræðslunni (árið 2024 var farið helgina 22. sept – 24. sept). Ferðin er liður í fermingarfræðslu vetrarins en fermingarbörnum er þó ekki skylt að fara í ferðina.
Foreldrar/forráðamenn greiða fermingargjald fyrir fermingarfræðslu auk gjalds fyrir kyrtilhreinsun. Greitt er aukalega fyrir ferð í Vatnaskóg. Fermingargjald vegna fermingar vor 2025 er eftirfarandi:
Helgarferð í Vatnaskóg 12.000 kr.
(ATH! helgarferðin var áður áætluð 25.-27. okt. (greitt. 23. okt)
en lenti á vetrarfríi í skólum og frestast því til 31. jan – 2. feb 2025,
tilkynnt verður um dags. greiðslu)
Fræðslugjald (greitt 4. mars 2025) 25.000 kr.
Kyrtilhreinsun (greitt 4. mars 2025) 4.000 kr.
Samtals 2024-2025 með ferð í Vatnaskóg: 41.000 kr.
Samtals 2024-2025 án ferðar í Vatnaskóg: 29.000 kr.
Gera má ráð fyrir einhverri hækkun gjaldsins á milli ára.
Gefinn er út bæklingur ár hvert, sem skráð fermingarbörn fá afhentan, með yfirliti yfir fermingarfræðslu vetrarins þar sem fram koma dagsetningar og efni hvers fermingarfræðslutíma.
Kyrtlamátun fyrir fermingarbörn fer fram þriðjudaginn 4. mars kl. 16-18 í safnaðarheimili Háteigskirkju.