Háteigskirkja

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Messuhald í október

Með bréfi frá Biskupi Íslands til safnaða Þjóðkirkjunnar hefur verið ákveðið að allt opið helgihald falli niður í október á meðan hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda standa yfir. Af þeim sökum falla guðsþjónustur á sunnudögum niður í Háteigskirkju í mánuðinum. Starf fyrir eldri borgara – Gæðastundir – á þriðjudögum falla niður og sömuleiðis mömmumorgnar á miðvikudögum. Bænastundir verða á sínum stað á miðvikudögum kl. 18:00. Fermingarfræðslan verður áfram á fimmtudögum kl. 16 og kl. 17 í kirkjunni. Sálgæsla presta og útgáfa vottorða fer fram samkvæmt samkomulagi en prestarnir munu vera til staðar í safnaðarheimilinu. Háteigskirkja verður opin, þangað er hægt að koma og gera bæn sína og kveikja á bænakerti. Í neyðaraðstæðum er hægt að ná í presta í eftirtöldum númerum:
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, 8609997; 
Sr. Eiríkur Jóhannsson, 8640802.

Gallerí Göng

HLÍÐAR

Hrönn Björnsdóttir opnar sýninguna Hlíðar, í Gallerí GÖNG/um, laugardaginn 3.október 14-17.

Sýnd verða ný abstrakt landslagsmálverk unnin í blandaðri tækni á striga og pappír.  Þetta er sjötta einka sýning Hrannar.

Hrönn Björnsdóttir (f. 1965 á Akureyri) lauk prófi í landslagsarkitektúr frá Universität Hannover í Þýskalandi árið 2001. Hún hefur stundað nám í Myndlistarskóla Kópavogs og sótt fjölmörg námskeið bæði erlendis og á Íslandi. Hrönn hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi, í Þýskalandi, Svíþjóð og USA. Aðalviðfangsefni list hennar er: leitin að innri kyrrð, sem hún vinnur með blandaðri tækni ýmist á við, pappír eða striga. Myndirnar á sýningunni er unnar á striga og pappír.

 

Sýningin er opin alla virka daga kl 10-16 og einnig á messutímum Háteigskirkju. Hún stendur til 3. nóvember.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan fellur niður
Prestar kirkjunnar hafa ákveðið,(9.október) að fella niður fermingarfræðslu a.m.k. næstu tvær vikur eða þar til tilkynnt verður um annað í tölvupósti til þátttakenda.

Gæðastundir

þriðjudögum kl 13.30

 
 
 
 

 

Gæðastundir – Haust 2020
 
15.sept.2020 Stefán Halldórsson. Ættfræðigrúsk á tölvuöld.
22.sept.2020 Guðrún Eggertsdóttir. „Minningarbrot um afa Jónas frá Hriflu.“ Fellur niður vegna KOVID
29.sept.2020 Gísli Jökull Gíslason. „Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.“
6.okt.2020 Listasafn Einars Jónssonar heimsótt.
13.okt. 2020 Ármann Jakobsson. Tíbrá.
20.okt. 2020 Egill Þórðarson og Þorvaldur Karl Helgason. Halaveðrið.
27.okt. 2020 Anna Guðný Gröndal. Háteigur.
3.nóv. 2020 Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri, og Ísaksskólakórinn.
10.nóv.2020 Ævar Kjartansson. Sjálfvalið efni. 17.nóv.2020 Gunnlaugur A. Jónsson. „Að skapa í mannsins mynd. Um útskornar tréstyttur.“
24.nóv.2020 Pétur Ármannsson. Sjómannaskólinn

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

 

Gæðastundir

Gæðastundir

þriðjudögum kl 13.30

Fermingar 2021

Árið 2021 verða fermingardagarnir

28. mars

5. apríl

11. apríl.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja