Háteigskirkja

messur alla sunnudaga

kl 11-12

Sunnudagur 20. október – 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur við undirleik Bjarkar Sigurðardóttur. Rosemary Atieno, nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni

Gallerí Göng / Ný sýning
Vatnslitafélag Íslands

Vatnslitafélag Íslands er nýtt félag stofnað í febrúar á þessu ári. Opnun á sýningu þeirra verður12.október nk. kl 15-18. Allir velkomnir.  Félagar eru á aldrinum 27 til 93 ára og eru ýmist atvinnulistamenn eða áhugalistamenn. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði.

Foreldramorgnar Krílasálmar Fjölskyldusamvera

Verið velkomin á miðvikudögum kl.10-12, en þá hefjast Krílasálmar, sem er skemmtileg tónlistar og gæðastund fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra. Við byrjum í Setrinu og færum okkur svo inn í kirkju þar sem krílasálmarnir eiga sér stað, en það prógramm tekur um 40 mínútur.Guðný Einarsdóttir, organistinn okkar, sér um það. Að því loknu endum við aftur inni í Setri.
Á miðvikudögum kl 17.30 er líka fjölskyldusamvera sem endar með sameiginlegu borðhaldi.

Gæðastund

Þriðjudagur 22. október 2019. Velkomin á næstu Gæðastund, en hún verður með hefðbundnu sniði, en gestur okkar að þessu sinni verður Helgi Bernódusson, fv. skrifstofustjóri Alþingis, og mun hann segir frá konunum í kring um sig, á bernskuárum sínum í Vestmannaeyjum. Við bjóðum því alla Vestmannaeyinga sérstaklega velkomna! Veisluborðið mun taka fagnandi á móti ykkur. Kl. 13.30-15, í safnaðarheimili kirkjunnar.

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

 

Gæðastundir

Gæðastundir hefjast að nýju eftir sumarfrí í haust og verða nánar auglýstar í ágúst. 

 

Fermingar 2020

Börn fædd 2005 

 

 • 10. október.
  Biblían 1.
 • 17. október.
  Biblían 2.
 • 24. október.
  Frí í fermingarfræðslu (haustfrí í skólum).
 • 31. október.
  Skírn og altarisganga.
 • 7. nóvember.
  Heimsókn frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
 • 14. nóvember.
  Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.
 • 21. nóvember.
  Kirkjan í heiminum, siðir og venjur.

Fim. 28. nóvember.
Hátíðir kirkjuársins.
Jólin nálgast – síðasti fræðslutími fyrir jól.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja

Close Menu