Fyrsta Gæðastund eldri borgara á haustmisseri 2023 þriðjudaginn 26. september.

Haustmisseri Gæðastunda eldri borgara í Háteigskirkju 2023 hefst næstkomandi þriðjudag 26. september. Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund þann dag kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar. Á þessari fyrstu Gæðastund á haustmisseri flytur Sr. Davíð Þór Jónsson erindi sem ber titilinn „Allt uns festing brestur, um efni og ljóðform dróttkvæðs háttar, eins hins dýrasta í íslenskri bragfræði“. Að erindinu loknu verður boðið upp á kaffi og góðar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur !

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndirnar sem fylgja eru frá góðum Gæðastundum í Háteigskirkju sl. vetur. Einnig fylgir mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)

Nýr organisti og kórstjóri við Háteigskirkju.

Erla Rut Káradóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Háteigskirkju í stað Guðnýjar Einarsdóttur sem hefur verið ráðin Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Erla Rut er fædd 1989 og er með kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, BA í mannfræði frá HÍ og BA í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands. Erla Rut hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur frá 2015.
Erla Rut býr í Háteigssókn með eiginmanni sínum og þremur börnum. Hún hefur þegar hafið störf að hluta, hún hefur tekið við stjórn Perlukórsins, barna – og unglingakórs Háteigskirkju, og mun taka við öðrum verkefnum organista og kórstjóra á næstu vikum.
Við bjóðum Erlu Rut hjartanlega velkomna til starfa við Háteigskirkju og hlökkum til samstarfsins við hana.

Foreldramorgun með léttum Krílasálmum miðvikudaginn 20. sept. kl. 10-11:30.


Minnum á Foreldramorgun í Háteigskirkju á morgun, miðvikudag 20. september kl. 10-11:30. Við munum bjóða upp á létta Krílasálma næstu þrjá miðvikudaga á foreldramorgnum, en Krílasálmar eru söng- og skynjunarupplifunarstundir fyrir ungabörn. Foreldrar mæta með börn sín í Setrið, kaffistofurými á fyrstu hæð í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Krílasálmastundin hefst um kl. 10:20 og tekur um 20 mínútur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Sunnudagur 17. september – fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Perlukórinn barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi, kex og djús í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin !

Foreldramorgnar í Háteigskirkju hefjast aftur eftir sumarfrí á morgun, miðvikudag 13. september kl. 10:00 – 11:30

Minnum á að Foreldramorgnar í Háteigskirkju hefjast aftur eftir sumarfrí á morgun, miðvikudag 13. september kl. 10-11:30 og verða vikulega á þessum tíma á miðvikudagsmorgnum. Við munum brydda upp á nýjung á fyrstu foreldramorgnum vetrarins og bjóða upp á létta Krílasálma, en Krílasálmar eru söng- og skynjunarupplifunarstundir fyrir ungabörn. Foreldrar mæta með börn sín í Setrið, kaffistofurými á fyrstu hæð í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Krílasálmastundin hefst um kl. 10:20 og tekur um 20 mínútur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Sunnudagur 10. september – 14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og organisti er Arngerður María Árnadóttir. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar hefjast aftur miðvikudaginn 13. sept. kl. 10-11:30.

Foreldramorgnar í Háteigskirkju hefjast aftur eftir sumarfrí næstkomandi miðvikudag 13. september kl. 10-11:30 og verða vikulega á þessum tíma á miðvikudagsmorgnum. Við munum brydda upp á nýjung á fyrstu foreldramorgnum vetrarins og bjóða upp á létta Krílasálma, en Krílasálmar eru söng- og skynjunarupplifunarstundir fyrir ungabörn. Foreldrar mæta með börn sín í Setrið, kaffistofurými á fyrstu hæð í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Krílasálmastundin hefst um kl. 10:20 og tekur um 20 mínútur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Sunnudagur 3. september – 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

Myndirnar sem fylgja eru úr messu þann 27. ágúst sl. þegar nýr fermingarárgangur fæddur 2010 var boðinn velkominn auk þess sem messan var kveðjumessa fyrir sr. Eirík Jóhannsson sem ráðinn hefur verið til Hallgrímskirkju og Guðnýju Einarsdóttur, organista sem ráðin hefur verið söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Sr. Eiríkur prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarpresti og sr. Davíð Þór Jónssyni sem ráðinn hefur verið tímabundið í starf prests við Háteigskirkju.

Sunnudagur 27. ágúst – 12. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Nýr fermingarárgangur fæddur 2010 boðinn velkominn, skráning að messu lokinni. Kveðjumessa fyrir sr. Eirík Jóhannsson sem ráðinn hefur verið til Hallgrímskirkju og Guðnýju Einarsdóttur, organista sem ráðin hefur verið söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Sr. Eiríkur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarpresti og sr. Davíð Þór Jónssyni sem ráðinn hefur verið tímabundið í starf prests við Háteigskirkju. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Háteigskirkju upp á veitingar í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

May be an image of the Basilica of the National Shrine of the Immaculate Conception

See insights and ads

Boost post

Like

Comment

Share

Sunnudagur 20. ágúst.

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Stuðst er við einfalt messuform. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.