Háteigskirkja


Háteigskirkja

Um helgihald

Allt helgihald (messur, fjölskylduguðsþjónustur, bænastundir) og skipulagt safnaðarstarf (fjölskyldusamverur, Gæðastundir, kóræfingar) í Háteigskirkju fellur niður á meðan samkomubann stjórnvalda vegna Covid-19 stendur yfir. Við bendum fólki á að fylgjast með guðsþjónustum í útvarpi og á öðrum miðlum. Starfsfólki Háteigskirkju hefur verið skipt upp í tvær vaktir til að tryggja aðgang fólks að prestsþjónustu (m.a. útgáfu vottorða) og sálgæslu. Ef einhver þarf á slíkri þjónustu að halda þá vinsamlegast hafið samband með eftirfarandi hætti: Háteigskirkja: www.hateigskirkja.is; 5115400. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur og prófastur: helgasoffia@simnet.is; 8609997. Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur: eirikur@hateigskirkja.is; 8640802. Við óskum þess og biðjum góðan Guð að okkur mætti auðnast að komast í gegnum yfirstandandi reynslutíma. Gætum sérstaklega að velferð barna og unglinga og verum í sambandi við okkar eldri borgara. Hjálpum útlendingum sem skilja ekki öll fyrirmæli sem gefin eru, túlkum fyrir þá. Gefum gaum að öllu hinu góða og fagra í lífinu og ástundum það sem er gott og uppbyggilegt. Njótum vorkomunnar sem er handan við hornið! Kær kveðja frá prestum, starfsfólki og sóknarnefnd Háteigskirkju.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Gallerí Göng


Hulda Leifsdóttir
opnun á sýningu frestast til
19.apríl 2020

Orðsending til presta, djákna og formanna sóknarnefnda í báðum Reykjavíkurprófastsdæmum – viðbrögð vegna Covid-19

Biðjandi, boðandi, þjónandi! Til presta, djákna og formanna sóknarnefnda í báðum Reykjavíkurprófastsdæmum.

Að höfðu samráði við biskup Íslands og framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma vil ég beina þeim tilmælum til presta, djákna, sóknarnefnda og starfsmanna safnaðanna er mál eldri borgara varða að safnaðarstarf fyrir eldri borgara verði fellt niður í báðum prófastsdæmunum frá og með morgundeginum 9. mars 2020 og til þess tíma er varúðarráðstafanir Reykjavíkurborgar og elli- og hjúkrunarheimila vegna Covid19 standa yfir. Ennfremur vil ég geta þess að tónleikunum Gamlinginn í Breiðholtskirkju 12. mars n.k. hefur verið frestað.

Vinsamlegast komið þessum boðum til allra starfsmanna og sjálfboðaliða safnaðanna er málið varðar, s.s. organista, kirkjuvarða og annarra. Síðast en ekki síst að boðin berist til þeirra er þjónustunnar njóta, þ.e. eldri borgaranna. Stutt fréttatilkynning um málið verður send fjölmiðlum í kvöld.

Að þessu sögðu vil ég hvetja ykkur öll til að fylgjast vel með ykkar eldri skjólstæðingum í gegnum síma- og tölvusamskipti og yfirleitt að finna nýjar, skapandi leiðir til að rjúfa einangrun þeirra sem minna mega sín í þessum aðstæðum.

Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur.

 

Söfnun fyrir orgeli

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eiga sér stað á miðvikudagsmorgnum kl.10-12, í safnaðarheimili kirkjunnar á fyrstu hæð. Það er samkomustaður fyrir foreldra í fæðingarorlofi með litlu börnin sín. Þægilegur vettvangur til að kynnast öðrum í sömu sporum.

Fjölskyldusamvera

Á miðvikudögum kl 17.30 fer fram fjölskyldusamvera sem endar með sameiginlegu borðhaldi.

Gæðastund

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

 

Gæðastundir

Gæðastundir eru samvera fyrir eldri borgara og fara fram á þriðjudögum kl 13.30-15. Stundirnar eru hugsaðar sem samvera með næringu til líkama og sálar. 

Fermingar 2020

Börn fædd 2006

Fim. 27.febrúar. Sorg og Dauði.

Þriðjudagur 3.mars – Kyrtlamátun og greiðsla fræðslugjalds. (Verður auglýst síðar.)

Fim.5.mars. Píslarsagan.

Fim.12.mars. Upprisan.

Fim.19.mars. Upprifjun og samantekt.

Mánudagur 23.mars. Kl.16-17 Æfing fyrir fermingu 29.mars.

Sunnudagur 29.mars. Kl.10.30.  Ferming.

Mánudagur 30.mars. Kl.16-17. Æfing fyrir ferminguna 5.apríl. 

Sunnudagur 5.apríl. 10.30.      Ferming.

Mánudagur 6.apríl. Kl.16-17. Æfing fyrir ferminguna 13.apríl.

Mánudagur 13.apríl. Kl.10.30. Ferming.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja

Close Menu