Háteigskirkja

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

messur á sunnudögum kl 11

20. september – 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Verið öll hjartanlega velkomin.

Gallerí Göng

Tengsl

Myndlistarsýningin Tengsl verður opnuð 29. ágúst í Gallerí Göng Háteigsvegi. Að sýningunni standa þrír einstaklingar sem tengjast fjölskylduböndum vestur í Súgandafjörð. Þau eru, Hafdís og Haukur Harðarbörn og Karla Dögg Karlsdóttir.
 
Karla Dögg Karlsdóttir sækir efnivið sinn m.a. í margyfirkeyrða bílaparta og annað járn, fundið á götum borgarinnar, og saumar út í ryðgað járn og jafa. Karla Dögg veltir fyrir sér mýkt og hörku í mismunandi efni og þögn útsaumsins í höndum kvenna. Náttúran er viðfang hennar í olíumálverkum — bæði hin ytri, sem og náttúran innra með henni sjálfri.
Karla Dögg lauk BA-námi úr skúlptúrdeild LHÍ 1999 og kennsluréttindanámi við LHÍ ’07-08. Karla Dögg hefur haldið fjölda einkasýninga sem og samsýninga
Hafdís Harðardóttir
Fjöllin, birtan, blómin – Að reyna að ná fram þeim hughrifum sem maður verður fyrir út í náttúrunni, á pappír, striga, gifs, marmara, með olíu, akryl, bleki, hamar og meitli, er og verður ævilöng áskorun.
Á þessari sýningu sýni ég nokkur verk, óræð fjöll sem birtast manni í huganum sem maður reynir að koma fyrir á striga, villtu blómin sem tengjast upphafsstaf fólksins sem stendur mér næst, og útlínur af fjallasýn unnið í marmara.
Hef stundað myndlist af ýmsu tagi í mörg ár, og sýnt verk á bæði einkasýningum og samsýningum í gegnum árin.
Haukur Harðarson
Fljótlega eftir að ég byrjaði að mála þurfti ég að taka ákvörðun. Leyfa öðrum að sjá eða kaupa bílskúr? Ég valdi fyrri kostinn og hef haft gaman af.
Haukur sýnir akrílmálverk sem öll hafa náttúru tengingu.

Gæðastundir

þriðjudögum kl 1330

 
 
 
 

 

Gæðastundir – Haust 2020
 
15.sept.2020 Stefán Halldórsson. Ættfræðigrúsk á tölvuöld.
22.sept.2020 Guðrún Eggertsdóttir. „Minningarbrot um afa Jónas frá Hriflu.“
29.sept.2020 Gísli Jökull Gíslason. „Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.“
6.okt.2020 Listasafn Einars Jónssonar heimsótt.
13.okt. 2020 Ármann Jakobsson. Tíbrá.
20.okt. 2020 Egill Þórðarson og Þorvaldur Karl Helgason. Halaveðrið.
27.okt. 2020 Anna Guðný Gröndal. Háteigur.
3.nóv. 2020 Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri, og Ísaksskólakórinn.
10.nóv.2020 Ævar Kjartansson. Sjálfvalið efni. 17.nóv.2020 Gunnlaugur A. Jónsson. „Að skapa í mannsins mynd. Um útskornar tréstyttur.“
24.nóv.2020 Pétur Ármannsson. Sjómannaskólinn

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía og krúttasálmar

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

Krúttasálmar, tónlistarnámskeið fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra, fer fram í kirkjunni alla miðvikudaga  kl. 16.30

Allir kórelskendur og foreldrar eru hjartanlega velkomin á notalegar tónlistarstundir í Háteigskirkju!

Gæðastundir

Fermingar 2020

Fermingardagar árið 2020 verða

30. ágúst kl. 10:30. 

6. september kl. 10:30. 

13. september  kl. 10:30. 

 

Árið 2021 verða fermingardagarnir

28. mars

5. apríl

11. apríl.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja