Háteigskirkja

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Kirkjustarf í desember

 Með bréfi frá Biskupi Íslands til safnaða Þjóðkirkjunnar hefur verið ákveðið að allt opið helgihald falli niður til 9.dessember á meðan hertar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda standa yfir. Af þeim sökum falla guðsþjónustur á sunnudögum niður í Háteigskirkju í mánuðinum. Starf fyrir eldri borgara – Gæðastundir – á þriðjudögum falla niður og sömuleiðis mömmumorgnar á miðvikudögum. Fermingarfræðslan á fimmtudögum fellur niður og liggur niðri þar til annað verður tilkynnt í tölvupósti til þátttakenda. Sálgæsla presta og útgáfa vottorða fer fram samkvæmt samkomulagi en prestarnir munu vera til staðar í safnaðarheimilinu. Háteigskirkja verður opin, þangað er hægt að koma, gera bæn sína og kveikja á bænakerti. Hægt er að ná í prestana í eftirtöldum númeum: Helga Soffía Konráðsdóttir, 8609997; Eiríkur Jóhannsson, 8640802.

Gallerí Göng

Helgi Þorgils Friðjónsson

14 STÖÐVAR, SJÁLFSMYND SEM…. 

opnun 12.desember kl 14

Um sýninguna segir Helgi Þorgils,

Þegar kirkjur eru heimsóttar sér maður oft á látlausum hliðarveggjum 14 málverk, eða listaverk hverskonar, sem sýna Krist með krossinn á öxlinni, stíginn til Mount Calvary. Stundum sýna þær hann bera krossinn nokkuð léttilega, en í önnur skipti örmagna og þjáðan. Fyrir mér er þetta einskonar mantra, talnabönd og annað sem bera mann í ástand sem tengir við annað ástand. Við hverja mynd hugleiðir áhorfandinn, eða horfist í augu við sjálfan sig. Leiðin markast af því að Jesú fellur með krossinn, eða Jesú horfir í augu móður sinnar, o s frv. Frægar tilvitnanir í krossburðinn í list nútímans er verk Barnett Newman, The stations of the Cross, og svo kvikmynd Mel Gibson, The passion of the Christ. Ég kópíera 14 myndir úr listasögunni, eftir fræga og minna fræga listamenn, og set sjálfsmynd í kristsmyndina. Allar fjórtan stöðvarnar eru eitt verk. Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvað það þýðir, og hvort það sé trúarlegt verk eða ekki. Það sýnir mannlega breytni, mannleg örlög og hugmyndir. Einnig sýnir það hugmyndir listamannanna og tímann sem frumverkið er gert, og tímann sem mitt verk er gert. Jafnvel tæknilegar vangaveltur eða skóla. Myndirnar eru gerðar eftir litlum prentum, stundum ógreinilegum, svo þær eru jafnvel ekki raunverulegar eftirmyndir. Allar myndirnar eru olíumálverk unnin á striga og unnin frá fyrstu drögum 2014 – 2020.

 

Hugvekja frá sr Helgu Soffíu sem birtist í MBL  27.október 2020

Fermingarfræðsla í desember

Fermingarfræðslan fellur niður. Prestar kirkjunnar hafa ákveðið, að fella niður fermingarfræðslu í nóvember eða þar til tilkynnt verður um annað í tölvupósti til þátttakenda.

Gæðastundir

falla niður í desember

 
 
 
 

 

Gæðastundir – Haust 2020
 
15.sept.2020 Stefán Halldórsson. Ættfræðigrúsk á tölvuöld.
22.sept.2020 Guðrún Eggertsdóttir. „Minningarbrot um afa Jónas frá Hriflu.“ Fellur niður vegna KOVID
29.sept.2020 Gísli Jökull Gíslason. „Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.“
6.okt.2020 Listasafn Einars Jónssonar heimsótt.
13.okt. 2020 Ármann Jakobsson. Tíbrá.
20.okt. 2020 Egill Þórðarson og Þorvaldur Karl Helgason. Halaveðrið.
27.okt. 2020 Anna Guðný Gröndal. Háteigur.
3.nóv. 2020 Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri, og Ísaksskólakórinn.
10.nóv.2020 Ævar Kjartansson. Sjálfvalið efni. 17.nóv.2020 Gunnlaugur A. Jónsson. „Að skapa í mannsins mynd. Um útskornar tréstyttur.“
24.nóv.2020 Pétur Ármannsson. Sjómannaskólinn

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

 

Gæðastundir

Gæðastundir

þriðjudögum kl 13.30

Fermingar 2021

Árið 2021 verða fermingardagarnir

28. mars

5. apríl

11. apríl.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja