Haustmisseri Gæðastunda eldri borgara í Háteigskirkju 2023 hefst næstkomandi þriðjudag 26. september. Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund þann dag kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar. Á þessari fyrstu Gæðastund á haustmisseri flytur Sr. Davíð Þór Jónsson erindi sem ber titilinn „Allt uns festing brestur, um efni og ljóðform dróttkvæðs háttar, eins hins dýrasta í íslenskri bragfræði“. Að erindinu loknu verður boðið upp á kaffi og góðar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndirnar sem fylgja eru frá góðum Gæðastundum í Háteigskirkju sl. vetur. Einnig fylgir mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)





