Háteigskirkja

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Helgihald í dymbilviku
og á páskum. 
     Helgihald Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum. Hefðbundið opið helgihald kirkjunnar liggur niðri í dymbilviku og á páskum en fyrirfram gerðar upptökur af helgihaldi verða birtar á Fadebook síðu kirkjunnar samkvæmt eftirfarandi dagskrá:
 
 
Í neyðartilvikum er hægt að ná í prestana í meðfylgjandi símanúmerum: Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, 8609997; sr. Eiríkur Jóhannsson, 8640802.

Gallerí Göng

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Vorflug á veirutímum

Vorflug á veirutímum er yfirskrift sýningar Jóhönnu V Þórhallsdóttur myndlistar og söngkonu sem opnar á sunnudaginn 18. apríl nk. Í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.  Opnunin verður klukkan 14-17 og verða allar sóttvarnarreglur virtar.

Yfirskrift sýningarinnar er Vorflug á veirutímum en Jóhanna er mikil vorkona. Hún er fædd í hrútsmerkinu og á einmitt afmæli á opnunardaginn. Tónlistin leikur stórt hlutverk þegar hún málar og þessi verk eru mörg, t.a.m. unnin við margs konar tónlist, bæði jazz og klassík.

Þetta er 7. einkasýning Jóhönnu hér á landi, en síðast tók hún þátt í samsýningu í Bad Reichenhall í suður Þýskalandi.

 Jóhanna lauk meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Þýskalandi í nóvember árið 2019. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Þýskalandi að afloknu námi hér heima. Jóhanna hefur stjórnað sýningum í Gallerí Göngum frá árinu 2018.

Sýningin er opin á virkum dögum kl 10-16 og um helgar eftir samkomulagi og verður það auglýst sérstaklega á feisbókinni og á heimasíðu kirkjunnar. www.hateigskirkja.is 

Á opnuninni verður boðið uppá léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir!

 

 

Fermingar

Fermingu sem vera átti 5.apríl, annan í páskum,  kl. 10:30 er frestað af sóttvarnarástæðum. Hið sama gildir um fermingarnar 5. apríl og 11. apríl.

Gæðastundir

 

 
 
Kæru Gæðastunda vinir. Páskafríið okkar framlengist aðeins vegna hertra sóttvarnarregla og fjöldatakmarkana. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar og hlökkum til næsta samfundar sem verður tilkynntur síðar.
 
Gæðastundir vorið 2021
2. mars 2021 Guðrún Eggertsdóttir. „Minningabrot um afa Jónas frá Hriflu.“
9.mars 2021 Gísli Jökull Gíslason. „Ísland í seinni heimstyrjöldinni.“
16. mars 2021 Dr. Gunnlaugur A. Jónsson. „Að skapa í mannsins mynd. Um útskornar tréstyttur af stjórnmálamönnum og trúarleiðtogum.“
23. mars 2021 Ævar Kjartansson.
30. mars 2021 Karl Sigurbjörnsson.

Páskar 13. apríl 2021 Anna Guðný Gröndal. „Búskapur á Háteigi 1920-1940.“

Umsjón Gæðastunda

Rannveig Eva Karlsdóttir

 
 

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

 

Gæðastundir

Gæðastundir

þriðjudögum kl 13.30

Fermingar 2021

Árið 2021 verða fermingardagarnir

28. mars

5. apríl

11. apríl.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja