Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri – í dag þriðjudaginn 17. sept

Minnum á fyrstu GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri – í dag þriðjudaginn 17. sept – í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Verið hjartanlega velkomin !

Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. sept. kl. 13:30 til 15. Örn Helgason og Svanlaug Jóhannsdóttir, eigendur Osteostrong flytja erindi sem ber yfirskriftina „Örn & Svana kynna Osteostrong: Aukin lífsgæði með bættu jafnvægi og meiri styrk“. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur aftur! (Sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).

Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. sept. kl. 13:30 til 15

Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. sept. kl. 13:30 til 15. Örn Helgason og Svanlaug Jóhannsdóttir, eigendur Osteostrong flytja erindi sem ber yfirskriftina „Örn & Svana kynna Osteostrong: Aukin lífsgæði með bættu jafnvægi og meiri styrk“. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur aftur! (Sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ). (ATH! Dagsetning áður tilkynnts fyrsta erindis breyttist).

Sunnudagur 8. september – 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju um sýningaropnun á morgun, föstudaginn 6. sept. kl. 16-18

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, Vonarland, á föstudaginn kemur í Gallerí Göngum kl 16-18. Þar sýnir Linda Guðlaugsdóttir vatnslitamyndir sínar.Linda Guðlaugsdóttir er Grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur haft vatnslitinn til hliðar í mörg ár og tekið ýmsa kúrsa. Fyrst hjá Pétri Behrens í Myndlistarskóla Reykjavíkur.Linda sýndi tússteikningar í Anarkíu fyrir nokkrum árum. Litlar skissur unnar úti – aðallega fjöll.“Ég geng mjög mikið úti í náttúrunni. Ég hef alltaf verið teiknari, notið þess að eiga stund í næði og teikna það sem fyrir augu ber eða skissa með vatnslitum. Stundum er farið út bara til að mála en oftast er lítið sett meðferðis í bakpokanum.Stundum er veðrið ekki uppá sitt besta en það getur gefið heilmikið samt.Ég hef kynnst því að vatnið í penslinum frýs og vatnsliturinn verður krapi á pappírnum, það er þá bara þannig.Mér finnst ég vera að rannsaka, njóta og fljóta með.Náttúran gefur mér stöðugt orku þegar ég er á göngu, það er fegurðin í hinu smáa og virðingin fyrir plöntum sem þurfa að hafa svo mikið fyrir því að lifa af, berjast fyrir sínu í óblíðum aðstæðum. Litadýrð, birtan, andstæður, form, hrikaleiki. Mér líður misjafnlega, ef aðstæður eru krefjandi get ég orðið afskaplega smá og lítil í mér.“

Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. september kl. 13:30-15

Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. sept. kl. 13:30 til 15. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona og málari og Óttar Guðmundsson, geðlæknir og rithöfundur, flytja erindi sem ber yfirskriftina “Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð”. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin!  Hlökkum til að sjá ykkur aftur! (Heildardagskrá haustsins verður auglýst síðar).

Sunnudagur 1. september

Messa kl. 11.  Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kordía, kór Háteigskirkju syngur.  Organisti er Erla Rut Káradóttir.  Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Verið öll hjartanlega velkomin.

Háteigskirkja verður 60 ára 2025 !

Háteigskirkja verður 60 ára 2025 !
Sóknarnefndin vinnur að því að sinna löngu tímabæru viðhaldi kirkjunnar í tilefni afmælisársins, meðal annars málun kirkjunnar að utan og innan, viðgerðum á innanstokksmunum og fleiru. Smelltu á vefslóðina: https://hateigskirkja.is/styrkir/ fyrir nánari upplýsingar ef þú vilt styrkja Háteigskirkju í tilefni af afmælisárinu. Safnast þegar saman kemur og öll framlög eru afar mikilvæg og hjartanlega þökkuð.
 
Háteigskirkja will be 60 years old in 2025 !
The Parish Committee is working to take care of the long overdue maintenance of the church on the occasion of the anniversary year, such as painting the church, both exterior and interior, repairs to the interior, and other important projects. For more information if you would like to donate to Háteigskirkja for the anniversary projects go to our website: https://hateigskirkja.is/styrkir/ . No matter how small, all contributions are very important and greatly appreciated.

Sunnudagur 25. ágúst 2024

Messa kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna vorsins 2025 og forráðamanna þeirra. Skráning í fermingarfræðslu vetrarins. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.