Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Sunnudaginn 9. maí verður guðsþjónusta í Háteigskirkju kl.11.

 Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju leiða messusöng.

Organisti er Guðný Einarsdóttir.                Prestur er Eiríkur Jóhannsson. 

Að guðsþjónustu lokinni verður aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar.

Guðsþjónusta sunnudaginn 2. maí

Félagar í Kordíu kór Háteiskirkju leiða messusöng.

Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson.

Gæðastundir í vor

Kæru Gæðastundavinir.

Við hér í kirkjunni ykkar, Háteigskirkju, höfum ákveðið að Gæðastundirnar okkar verði ekki fleiri í vor. Hlökkum til að taka á móti ykkur í haust, þegar allir verða bólusettir. Aftur á móti viljum við bjóða upp á Guðsþjónustu á Uppstigningardag fimmtudaginn 13.maí kl. 14, vonandi með kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þessi stund verður auglýst betur síðar. Sumarkveðjur og sólskinsbros til ykkar allra, fyrir hönd okkar allra.

Vorflug á veirutímum

Jóhanna V. Þórhallsdóttir opnar sýningu í Gallerí Göngum

Vorflug á veirutímum er yfirskrift sýningar Jóhönnu V Þórhallsdóttur myndlistar og söngkonu sem opnar á sunnudaginn 18. apríl nk. Í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.  Opnunin verður klukkan 14-17 og verða allar sóttvarnarreglur virtar.

 

Yfirskrift sýningarinnar er Vorflug á veirutímum en Jóhanna er mikil vorkona. Hún er fædd í hrútsmerkinu og á einmitt afmæli á opnunardaginn. Tónlistin leikur stórt hlutverk þegar hún málar og þessi verk eru mörg, t.a.m. unnin við margs konar tónlist, bæði jazz og klassík.

Þetta er 7. einkasýning Jóhönnu hér á landi, en síðast tók hún þátt í samsýningu í Bad Reichenhall í suður Þýskalandi.

 Jóhanna lauk meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Þýskalandi í nóvember árið 2019. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Þýskalandi að afloknu námi hér heima. Jóhanna hefur stjórnað sýningum í Gallerí Göngum frá árinu 2018.

Sýningin er opin á virkum dögum kl 10-16 og um helgar eftir samkomulagi og verður það auglýst sérstaklega á feisbókinni og á heimasíðu kirkjunnar. www.hateigskirkja.is 

Á opnuninni verður boðið uppá léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir!