Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju

___________________

Hér er líkami – Samsýning 18 myndlistarmanna í Gallerí Göngum Háteigskirkju

Verkin á samsýningunni Hér er líkami eru margvíslegar skissur af fyrirsætum, sem félagar í hópi myndlistarmanna hafa unnið. Allir í hópnum eru með menntun í myndlist og margir starfandi myndlistarmenn. Hópurinn hittist einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina og teiknar lifandi módel.

Að teikna mannslíkamann svo vel sé, er áralöng þjálfun sem krefst kunnáttu, tæknilegrar færni og áhuga á viðfangsefninu. Það er ekki meginatriði að teikningin sé anatómískt rétt heldur er einnig lögð áhersla á tjáningu teiknarans á því sem hann sér og skynjar. Allar teikningarnar eru unnar á skömmum tíma, sumar á aðeins örfáum augnablikum.

Sýnendur:

Dagmar Agnarsdóttir

Elín Þóra Rafnsdóttir

Finnbogi Helgason

Hafdís Einarsdóttir

Halldór Baldursson

Hildur Inga Björnsdóttir

Iðunn Thors

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Kristín Arngrímsdóttir

Kristín Gunnlaugsdóttir

Kristín Tryggvadóttir

Linda Guðlaugsdóttir

Ólöf Birna Blöndal

Ólöf Björg Björnsdóttir

Rut Rebekka Sigurjónsdóttir

Sif Beckers Gunnsteinsdóttir

Sigríður Baldvinsdóttir

Þiðrik Christian Emilsson

Sýningin stendur til 31. júlí 2025. Sjá opnunartíma á mynd: