Fermingarmessa kl. 11 á vegum Íslensku kirkjunnar í Noregi. Sr. Inga Hardardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sönghópur leiðir almennan söng. Messan er opin öllum. Verið öll hjartanlega velkomin.

Fermingarmessa kl. 11 á vegum Íslensku kirkjunnar í Noregi. Sr. Inga Hardardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sönghópur leiðir almennan söng. Messan er opin öllum. Verið öll hjartanlega velkomin.
___________________
Hér er líkami – Samsýning 18 myndlistarmanna í Gallerí Göngum Háteigskirkju
Verkin á samsýningunni Hér er líkami eru margvíslegar skissur af fyrirsætum, sem félagar í hópi myndlistarmanna hafa unnið. Allir í hópnum eru með menntun í myndlist og margir starfandi myndlistarmenn. Hópurinn hittist einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina og teiknar lifandi módel.
Að teikna mannslíkamann svo vel sé, er áralöng þjálfun sem krefst kunnáttu, tæknilegrar færni og áhuga á viðfangsefninu. Það er ekki meginatriði að teikningin sé anatómískt rétt heldur er einnig lögð áhersla á tjáningu teiknarans á því sem hann sér og skynjar. Allar teikningarnar eru unnar á skömmum tíma, sumar á aðeins örfáum augnablikum.
Sýnendur:
Dagmar Agnarsdóttir
Elín Þóra Rafnsdóttir
Finnbogi Helgason
Hafdís Einarsdóttir
Halldór Baldursson
Hildur Inga Björnsdóttir
Iðunn Thors
Jóhanna V Þórhallsdóttir
Kristín Arngrímsdóttir
Kristín Gunnlaugsdóttir
Kristín Tryggvadóttir
Linda Guðlaugsdóttir
Ólöf Birna Blöndal
Ólöf Björg Björnsdóttir
Rut Rebekka Sigurjónsdóttir
Sif Beckers Gunnsteinsdóttir
Sigríður Baldvinsdóttir
Þiðrik Christian Emilsson
Sýningin stendur til 31. júlí 2025. Sjá opnunartíma á mynd:
Sumarmessa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Perlukórinn heldur sumartónleika í Háteigskirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 18. Perlukórinn er ungmennakór á aldrinum 13-18 ára og syngja þau fjölbreytta efnisskrá. Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir og Erla Rut Káradóttir leikur undir á píanó. Aðgangur ókeypis! Sjá nánar um viðburðinn á facebook hér.
Háteigskirkja minnir á FJÁRÖFLUN sem stendur yfir vegna 60 ÁRA AFMÆLIS HÁTEIGSKIRKJU í ár 2025. Öllu sem safnast verður varið til yfirstandandi tímabærra en kostnaðarsamra endurbóta á Háteigskirkju, að utan og innan. Prestar, sóknarnefndarfólk og starfsfólk Háteigskirkju hefur sannreynt ágæti fjáröflunarvarningsins – en til að styrkja Háteigskirkju má kaupa fallegar svuntur í burgundy-rauðu eða svörtu með gylltu ísaumuðu merki tengt afmæli Háteigskirkju (Háteigskirkja, sæl og blessuð í 60 ár ofl.). Einnig hettupeysur í öllum stærðum (barna-, unglinga- og fullorðinsstærðum) í svörtu eða hvítu með gylltu ísaumuðu merki tengt afmæli Háteigskirkju (fallegir vængir og LX ANNORUM (60 ára á latínu)). Sjá nánar um verð ofl. á meðfylgjandi mynd. (Pantanir berist á hateigskirkja@hateigskirkja.is).
Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju leiða safnaðarsöng. Drengjakór Reykjavíkur ásamt undirbúningsdeild kórsins syngja undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar og Önnu Hugadóttur. Heitt á könnunni og djús í Safnaðarheimili að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Messa kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir.
Kæru nágrannar og samborgarar – áhugahópur í hverfinu leitaði eftir samstarfi við Háteigskirkju um að koma upp frískáp við Háteigskirkju. Verkefnið er nú orðið að veruleika og hefur hópurinn nú komið upp frískáp við Háteigskirkju í samstarfi við kirkjuna. Frískápurinn er staðsettur við austurenda Háteigskirkju, gegnt Tækniskólanum, við Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Það er von og trú Háteigskirkju að frískápurinn verði vel nýttur og nýtist samfélagi sínu til þeirra markmiða sem hann er starfræktur, en frískápurinn er deiliskápur og er starfræktur með þeim helstu markmiðum að:
– minnka matarsóun
– vera leið til að deila neysluhæfum mat milli fólks
– vera ein leið til að tryggja aðgengi allra að mat
Vinsamlegast athugið að:
– Öllum er frjálst að setja mat í og taka mat úr skápunum hvenær sem þeim hentar í takt við markmið skápsins.
– Nýting skápsins og þeirra matvæla sem hann geymir er notendum gjaldfrjálst. (Háteigskirkja leggur til rafmagn til starfrækslu frískápsins og áhugahópurinn sér um eftirfylgni með umgengni um skápinn)
– Neysla matarins er á eigin ábyrgð.
– Skápurinn er einungis fyrir neysluhæfan mat (gott ráð er að merkja matinn með dagsetningu og innihaldslýsingu).
– Góð umgengni og hreinlæti er tilskilið.
– Munum að um er að ræða samfélags-samvinnusverkefni sem rekið er í því skyni að hlúa að og bæta samfélag okkar.
Sjá nánar um verkefnið á facebooksíðu umsjónarhóps frískápsins:
https://www.facebook.com/groups/364372409655047