Messa kl. 11 í sal Safnaðarheimilis Háteigskirkju á 2. hæð (ath. kirkjan sjálf er lokuð vegna lagfæringa í jan.-mars). Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Raddbandafélag Reykjavíkur syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Author: Rakel Halldórsdóttir
Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju – viltu vera með?
Perlukór Háteigskirkju er frábær kór með flottum krökkum 12 ára og eldri. Kórinn hefur farið í ferðalög, haldið tónleika og gert tónlistarmyndband en einnig brallað margt annað skemmtilegt, farið á skauta, keilu, haldið bingó og margt fleira. Perlukórinn getur bætt við sig röddum en margt spennandi er framundan í starfinu. Æfingar eru á mánudögum kl. 18:45-20:00 og kostar ekkert.
Stjórnandi kórsins er Guðný Einarsdóttir. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu má endilega hafa samband við Guðnýju á netfangið gudnyei@gmail.com
Fjölskyldusamvera á morgun, miðvikudag 15. janúar kl. 17-18:30
Minnum á fyrstu FJÖLSKYLDUSAMVERU á nýju ári 2025, í Háteigskirkju á morgun, MIÐVIKUDAG 15. JANÚAR kl. 17-18:30. Umsjón hefur sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Sjá nánari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu. Verið öll hjartanlega velkomin!
Tilkynning frá Gallerí GÖNGum í Háteigskirkju, um sýningaropnun næstkomandi laugardag 18. janúar kl. 14-16
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningar Sigurðar Magnússonar í Gallerí GÖNGum , Innrím, laugardaginn 18. janúar kl. 14-16. Boðið verður upp á léttar veitingar! Sýningin stendur til 16. febrúar.
Sigurður lauk MA námi í listmálun frá Central Saint Martins College of Art og Design, University of the Arts London 1996. Áður hafði hann lokið Diploma-námi í Goldsmiths, University of London 1994 og námi frá MHÍ 1991. Atvinnuvegir á Íslandi eins og sjávarútvegur og orkuiðnaður hafa verið viðfangsefni í verkum Sigurðar. Eins er samband manns og náttúru algengt stef í myndum hans. Hann hefur sýnt bæði heima og erlendis. Sigurður sýnir nú abstrakt expressjónísk olíumálverk með skírskotun til lita, forma og áferðar í náttúrunni.
Sunnudagur 12. janúar
Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ: Messan fer fram í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju þar sem kirkjan er nú lokuð vegna viðhaldsvinnu út mars. Gengið er inn í safnaðarheimilið um glerdyr frá bílastæði norðanmegin við Háteigskirkju, á ská gegnt gamla Stýrimannskólanum (sjá meðfylgjandi mynd af inngangi). Lyfta er í safnaðarheimilinu og aðgengi fyrir alla. Verið öll hjartanlega velkomin.
Tilkynning um lokun Háteigskirkju í byrjun árs 2025 vegna viðhalds- og málningarvinnu
Unnið verður að viðhaldi og málun Háteigskirkju í janúar 2025 í tilefni af 60 ára afmæli kirkjunnar sama ár. Af þessum sökum verður Háteigskirkja lokuð frá og með 7. janúar út mars 2025 á meðan unnið er að málun að innan. Safnaðarheimili kirkjunnar verður opið eins og venjulega og helgihald flyst þangað, í veislusal á 2. hæð. Safnaðarheimilið er staðsett á bak við kirkjuna (gengið er inn um glerdyr norðanmegin, frá bílastæði á ská gegnt gamla Stýrimannaskólanum). Gæðastundir eldri borgara, Fjölskyldusamverur og Bænastundir sem haldnar hafa verið í safnaðarheimilinu haldast óbreyttar á meðan kirkjan er lokuð. Unnið verður að málun kirkjunnar að utan á vordögum, sem mun ekki hafa áhrif á opnun hennar.
Fyrsta messan 2025 í safnaðarheimili Háteigskirkju verður þann 12. janúar 2025 kl. 11.
Verið velkomin!
Sunnudagur 5. janúar 2025
Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Guð gefi okkur öllum gleði- og gæfuríkt nýtt ár 2025, sextugasta afmælisár Háteigskirkju.
Hjartans þökk fyrir liðin ár.
Áramót í Háteigskirkju 2024-2025
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18:00.
Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Peter Tompkins leikur á óbó.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Ellert Blær Guðjónsson syngur einsöng.
Verið velkomin!
Jól í Háteigskirkju 2024
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Jólatónlist leikin á strengjahljóðfæri frá kl. 17:30.
Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Una Dóra Þorbjörnsdóttir syngur einsöng.
Annar í jólum: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar ásamt meðlimum úr undirbúningsdeild DKR undir stjórn Önnu Hugadóttur. Meðleikari Laufey Sigrún Haraldsdóttir. Organisti er Erla Rut Káradóttir.
Sunnudagur 29.desember: Helgihald fellur niður.
Tilkynning um lokun Háteigskirkju í byrjun árs 2025 vegna viðhalds- og málningarvinnu:
Unnið verður að viðhaldi og málun Háteigskirkju í janúar 2025 í tilefni af 60 ára afmæli kirkjunnar sama ár. Af þessum sökum verður Háteigskirkja lokuð frá og með 7. janúar út mars 2025 á meðan unnið er að málun að innan. Safnaðarheimili kirkjunnar verður opið eins og venjulega og helgihald flyst þangað, í veislusal á 2. hæð. Safnaðarheimilið er staðsett á bak við kirkjuna (gengið er inn um glerdyr norðanmegin, frá bílastæði á ská gegnt gamla Stýrimannaskólanum). Gæðastundir eldri borgara, Fjölskyldusamverur og Bænastundir sem haldnar hafa verið í safnaðarheimilinu haldast óbreyttar á meðan kirkjan er lokuð. Unnið verður að málun kirkjunnar að utan á vordögum, sem mun ekki hafa áhrif á opnun hennar.
Fyrsta messan 2025 í safnaðarheimili Háteigskirkju verður þann 12. janúar 2025 kl. 11.
Verið velkomin!