Sunnudagur 10. nóvember – Kristniboðsdagurinn

Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Lenka Mateova. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin!

Gæðastund eldri borgara á morgun, þriðjudag 5. nóv. kl. 13:30-15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun, þriðjudag 5. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona og málari og Óttar Guðmundsson, geðlæknir og rithöfundur flytja erindi undir yfirskriftinni “Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur ! (Gæðastundir á haustmisseri 2024 eru á þriðjudögum kl. 13:30-15 út nóvember, sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).

Gæðastund eldri borgara næstkomandi þriðjudag 5. nóv. kl. 13:30-15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 5. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona og málari og Óttar Guðmundsson, geðlæknir og rithöfundur flytja erindi undir yfirskriftinni “Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur ! (Gæðastundir á haustmisseri 2024 eru á þriðjudögum kl. 13:30-15 út nóvember, sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).

Sunnudagur 3. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Drengjakór Reykjavíkur syngur, stjórnandi er Þorsteinn Freyr Sigurðsson og meðleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Að lokinni fjölskylduguðsþjónustu stendur sóknarnefnd Háteigskirkju fyrir viðburðinum „Jól í skókassa“ í safnaðarheimili kirkjunnar, sjá tilkynningu hér: https://hateigskirkja.is/jol-i-skokassa-2024-i…/

JÓL Í SKÓKASSA 2024 – í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag 3. nóv. kl. 12:20-14:30 að lokinni fjölskylduguðsþjónustu

Næstkomandi sunnudag 3. nóvember kl. 12:20 til 14:30 að lokinni fjölskylduguðsþjónustu mun Háteigskirkja leggja sitt af mörkum fyrir verkefnið Jól í skókassa sem KFUM og KFUK standa fyrir og gengur út á að útbúa jólagjafir handa munaðarlausum börnum í Úkraínu, sjá nánar hér:

Öllum áhugasömum gefst kostur á að koma saman í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi og útbúa gjafir í kassana. Falleg og gefandi samverustund fyrir fjölskyldur og alla sem áhuga hafa. Hver kassi þarf að innihalda amk einn hlut úr hverjum af eftirfarandi fimm flokkum:

1) LEIKFÖNG (t.d. lítill bíll eða dúkka …)

2) SKÓLADÓT (t.d. penni, blýantur …)

3) HREINLÆTISVARA (t.d. tannbursti, sápa …)

4) SÆLGÆTI (t.d. sleikjó, karamellur …)

5) FÖT (t.d. sokkar, húfa …)

Kirkjan útvegar skókassa (þó takmarkað magn svo að gott er að taka kassa með) og merkimiða, gjafapappír, einnig eitthvað af hreinlætisvörum og sælgæti (án endurgjalds) til að setja í kassana. Þátttakendur koma með leikföng, skólavörur, hreinlætisvörur, sælgæti og föt sem hæfa aldri og kyni þeirra barna sem þau ætla að útbúa kassann sinn fyrir.

Efst í hvern kassa þarf að leggja 500-1000 kr. seðil sem er fyrir kostnaði verkefnisins og eru þátttakendur beðnir um að hafa það meðferðis líka. Kirkjan sér um að koma tilbúnum jólakössum til KFUM og KFUK á Íslandi, sem sjá um að koma gjöfunum til barna í Úkraínu.

Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt!

May be an image of text that says 'JÓL í SKÓKASSA í HÁTEIGSKIRKJU Sunnudaginn 3. nóvember kl. 12.20 14.30 Viš hittumst eftir fjölskylduguöspjónustu fjölskyl og útbúum saman skókassa sem sendir verda börnum í Úkraínu. Pátttakendur eru bešnir um a6 koma meő hluti kassana pótt einnig verđi ýmislegt til aA setja kassana á stağnum. Ηνa fer kassana? •Hreinlaetisvörur (sápa, tannbursti, tannkrem) Leikföng (t.d. bolti, dúkka eda bangsi) •Skóladót (t.d. stílabakur, litir, strokleğur) •Fatnağur (t.d. sokkar, húfa e6a vettlingar) •Saelgaeti (t.d. pez, hlaup eča tyggjó) 500 -1.000 kr. fyrir sendingarkostnadi'

Gæðastund á morgun þriðjudag 29. okt. kl. 13:30-15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 29. okt. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Árni Hjartarson, jarðfræðingur flytur erindi með yfirskriftinni „Vatnsvígslur og helgir brunnar Guðmundar góða“. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur ! (Gæðastundir á haustmisseri 2024 eru á þriðjudögum kl. 13:30-15 út nóvember, sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).

Gæðastund eldri borgara næstkomandi þriðjudag 29. október kl. 13:30-15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 29. okt. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Árni Hjartarson, jarðfræðingur flytur erindi með yfirskriftinni „Vatnsvígslur og helgir brunnar Guðmundar góða“. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur! (Gæðastundir á haustmisseri 2024 eru á þriðjudögum kl. 13:30-15 út nóvember, sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).

Sunnudagur 27. október

Messa kl. 11. Sr. Þorvaldur Víðisson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra setur sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur inn í embætti prests við Háteigsprestakall. Sr. Ása Laufey prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Kári Hilmarsson, drengjasópran syngur einsöng og félagar úr Perlukórnum syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Erla Rut Káradóttir. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni í boði sóknarnefndar. Verið öll hjartanlega velkomin.
(Mynd fylgir af sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur)