Viltu styrkja Háteigskirkju?

Háteigskirkja sinnir mikilvægu hlutverki í samfélagi sínu auk þess að vera tignarleg bygging sem trónir á toppi umhverfis síns. Háteigskirkja er rekin af almannaheillafélaginu Háteigssókn. Háteigssókn hefur atvinnugreinaflokkunina „94.91.0 Starfsemi trúfélaga“ og er stjórnað af 7 manna sóknarnefnd. Seta í sóknarnefnd og sóknarnefndarstörf er unnið í sjálfboðastarfi í þágu Háteigssóknar/Háteigskirkju. Háteigskirkja býr við þröngan fjárhag og er allur stuðningur afar vel þakkaður.

Háteigskirkja verður 60 ára árið 2025 og vinnur sóknarnefnd að því að sinna löngu tímabæru viðhaldi kirkjunnar í tilefni afmælisársins. Meðal brýnna viðhaldsverkefna er málun kirkjunnar að utan og innan, viðgerðir á innanstokksmunum, endurnýjun úrelts ljósabúnaðar (sem að sumu leyti er ómögulegt að viðhalda þar sem hlutar búnaðarins eru ekki framleiddir lengur) og fleiri brýn verkefni.

Þeir sem styrkja Háteigskirkju/Háteigssókn með fjárframlagi geta skv. lögum sem samþykkt voru 1. nóvember 2021 fengið endurgreiðslu frá skatti ef þeir styrkja félagið (sjá hér:  RSK.IS). (Þetta á við öll félög sem starfa í almannaþágu og eru á almannaheillaskrá Ríkisskattstjóra)

EINSTAKLINGAR geta styrkt Háteigssókn um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.

Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 4.000 kr styrk til Háteigssóknar á mánuði fær skattaafslátt að fjárhæð 15.096 kr fyrir árið og greiðir þannig í raun 32.904 kr fyrir 48.000 kr styrk sinn til félagsins

Nánar hér

 

FYRIRTÆKI geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja til Háteigskirkju/Háteigssóknar. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.

Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e. 20%.

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Háteigssókn um 500.000 kr getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr fyrir 500.000 kr styrk til Háteigssóknar.

Nánar hér

 

 _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _  

TIL AÐ STYRKJA HÁTEIGSKIRKJU:

          SKREF 1: MILLIFÆRSLA

          SKREF 2: TÖLVUPÓSTUR

          SKREF 3: HÁTEIGSKIRKJA SENDIR STAÐFESTINGU

 

  • SKREF 1:   MILLIFÆRSLA:
   Þú millifærir upphæð að eigin vali  inn á bankareikning Háteigskirkju. 
  • Styrktarreikningur Háteigskirkju:   kt. 600169-3439 –  reikn.nr: 0301-26-026001 (styrktarsjóður)

    

  • SKREF 2:   TÖLVUPÓSTUR
   Sendu síðan tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á
   hateigskirkja@hateigskirkja.is :
   Nafn greiðanda
   Kennitala greiðanda
   Fjárhæð framlags
   Greiðsludagur

  • SKREF 3:   HÁTEIGSKIRKJA SENDIR STAÐFESTINGU
   Háteigskirkja mun senda kvittun til baka á greiðanda þar sem kemur fram nafn og kennitala greiðanda og fjárhæð framlags. 

Hjartans þakkir fyrir stuðninginn <3