Helgihald um áramót fellur niður.

Áður auglýst helgihald í Háteigskirkju á gamlársdag og nýársdag er fellt niður vegna sóttvarnasjónarmiða.

Upplýsingar um sálgæslu, útgáfu vottorða og annað sem er aðkallandi yfir áramót má fá hjá sóknarpresti í s. 8609997.

Gleðilega hátíð.

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.

Helgihald í Háteigskirkju á jólum

(Ath. Allt miðast við ríkjandi sóttvarnarreglur á hverjum tíma).

Aðfangadagur 24. desember.

Frá kl. 17:30 munu Örnólfur Kristjánsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir leika hátíðlega tónlist á fiðlu og selló.

Aftansöngur kl. 18. 
Sr. Helga Soffía Konráðsdótttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Lesari er Gerður María Sveinsdóttir.  Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng.  Una Dóra Þorbjörnsdóttir, sópran syngur einsöng.  Karítas Jónsdóttir leikur á zýlófón og Jón Hafsteinn Guðmundsson á trompet.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Ath. Krafist er hraðprófa kirkjugesta vegna aftansöngsins á aðfangadag, vinsamlegast mætið tímanlega til kirkju.

Jóladagur 25. desember.

Guðsþjónusta kl. 14.  Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Arngerður María Árnadóttir.  Verið hjartanlega velkomin.

Annar í jólum 26 desember.

Fjölskylduguðsþjónustu á annan í jólum sem auglýst var í hverfis blaðinu Miðborg – Hlíðar er aflýst.

Guðsþjónusta 19. desember,

4. sunnudag í aðventu, kl. 11.
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir.

Verið velkomin í Háteigskirkju

Okkur langar að vekja athygli á opnunartíma Háteigskirkju sem er alla virka daga fram að jólum kl. 9 – 15, nema á Þorláksmessu. Upplýsingar um helgihald á hátíðum koma bráðlega. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna!

Sunnudagur 12. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu.

Guðsþjónusta kl. 11.  Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Börn kveikja á aðventukransinum.  Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, Guðnýjar Einarsdóttur.  Allir hjartanlega velkomnir.

Annar sunnudagur í aðventu.

Guðsþjónusta 5. desember, annan sunnudag í aðventu, kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Meðlimið í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrsti sunnudagur í aðventu – 28. nóvember 2021.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Guðmundur Einar Jónsson leikur einleik á gítar.  Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra.  Kordía, kór Háteigskirkju syngur.  Mikill almennur söngur undir stjórn organistans Guðnýjar Einarsdótttur.  Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.

Sunnudagur 14. nóvember – Kristniboðsdagurinn.

Guðsþjónusta kl. 11.  Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar prédikar.  Kordía, kór Háteigskirkju syngur.  Organisti er Arngerður María Árnadóttir.  Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari.  Verið hjartanlega velkomin.