Fallegar hettupeysur og svuntur til sölu í fjáröflunarskyni vegna 60 ára afmælis Háteigskirkju í ár

Í tilefni af 60 ára afmæli Háteigskirkju í ár bjóðum við í fjáröflunarskyni til sölu fallegar hettupeysur í öllum stærðum fyrir börn og fullorðna, í svörtum eða hvítum lit og einnig fallegar svuntur fyrir eldhúsið í burgundy-rauðum eða svörtum lit. Hvort tveggja með ísaumuðum gylltum lógóum hönnuðum af kynningarfulltrúa kirkjunnar. 

Verð eru eftirfarandi:

Svuntur6000 kr. (ein stærð – burgundy eða svört)

Hettupeysur í barnastærðum7000 kr. (svört eða hvít – stærðir 3-4 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-11 ára, 12-13 ára (er á við XS í fullorðinsstærð))

Hettupeysur í fullorðinsstærðum – 8500 kr. (svört eða hvít – stærðir S, M, L, XL, XXL)

Vinsamlegast sendið pantanir á hateigskirkja@hateigskirkja.is og tilgreinið þá vöru sem óskað er eftir að kaupa og takið fram fullt nafn og símanúmer þess sem pantar. Þegar varan er tilbúin fær viðkomandi tilkynningu þess efnis og getur þá sótt vöruna í kirkjuna, en varan er greidd við afhendingu.
Hægt er að skoða sýniseintök af vörunum og stærðum á opnunartíma kirkjunnar.