FORELDRAMORGNAR í sumarhlé

Foreldramorgnum á vormisseri í Háteigskirkju er nú lokið og verða þeir aftur í boði í haust, en þá munum við einnig bjóða upp á Krílasálma, sem er tónlistarupplifunarnámskeið fyrir yngstu börnin og foreldra. Dagsetningar og tími verður auglýst í sumarlok. Hlökkum til að sjá ykkur í haust, njótið sumars og sólar !