Sunnudagurinn 14. maí – Hinn almenni bænadagur. Messa kl. 11:00. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ari Jóhann Ingu- Steinunnarson leikur einleik á orgel. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, Guðnýjar Einarsdóttur. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Uppstigningardagur, dagur aldraðra í kirkjunni, fimmtudaginn 18. maí. Messa kl. 14:00. Séra Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari, Séra Tómas Sveinnsson fyrrverandi sóknarprestur Háteigsprestakalls flytur prédikun. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur annast messusönginn undir stjórn Arons Axels Cortes. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Léttar kaffiveitingar eftir messu.
