Sunnudagur 7. maí – fjórði sunnudagur eftir páska

Messa í Háteigskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 11:00. Perlukór Háteigskirkju og Kordía, kór Háteigskirkju, syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Jesús segir í guðspjalli dagsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.“ Verið hjartanlega velkomin í Háteigskirkju.