Messa kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ástrós Eva Einarsdóttir leikur á selló. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Perlukórinn, barna- og unglingakór kirkjunnar og Kordía, kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin. (Myndin sýnir sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur við störf sín á skrifstofu sinni í safnaðarheimili Háteigskirkju).
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsspn prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Kordía kór Háteigskirkju syngur. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar 2023 verður haldinn í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Öll áhugasöm hjartanlega velkomin að sækja fundinn.
Verið hjartanlega velkomin á opnun á sýningunni. Þrjú tímabil Yfirlitssýning Maju Loebell
laugardaginn 4. maí kl. 15 – 17
Gengið inn frá Safnaðarheimilinu.
Tímabil Haust 1997 – sumar 2001 Nám við Myndlistarskóla Kópavogs hjá Erlu Sigurðardóttur, myndlistarmanni. Stórar vatnslitamynd Eftir eins og hálfs árs nám í myndlist sem aðalgrein við KH í Bremen í Þýskalandi lá leiðin til Íslands og þýskukennslan tók við. 1996 hófst aftur myndlistarnám í frístundum fyrst í Reykjavík síðan í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Erlu Sigurðardóttur. Með hennar stuðningi urðu til stórar vatnslitamyndir þar sem tilviljun og stjórn tókust á.
Tímabil Haust 2001 – sumar 2015 Nám við Myndlistarskóla Kópavogs hjá ýmsum kennurum, m.a. Birgi Snæbirni Birgissyni, Svanborgu Matthíasdóttur og Söru Vilbergsdóttur. Olíumálun, ýmsar stefnur. Gróður í náttúru Íslands var höfuðþema. 2010 – 2012 nám í listfræði við HÍ.
Tímabil Haust 2015 til dagsins í dag Nám í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Stephen Lárus Stephen, myndlistarmanni. Olíu- og vatnslitamálun. Uppstillingar, portrett og landslag. Þráin að geta sagt raunsæislega frá því sem ég sé hefur alltaf verið til staðar. „Tækni gömlu meistaranna“ eins og Stephen kennir hana höfðar til mín. Leiðbeinandi hugmyndir í þessari málun eru: „Mála það sem þú sérð, ekki það sem þú veist“ og „Ekki mála hluti heldur form og birtutóna“. Maja Loebell loebellmaja@gmail.com S. 697-3903
Opnunartímar: Þriðjudaga-fimmtudaga kl. 10 – 16 Föstudaga kl. 10 – 15 Myndirnar eru í einkaeigu.
Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12. Erindið nefnist “FÆRIR FORELDRAR” og leiðbeinandi er Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari, faggildur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator. NÁNAR UM ERINDIÐ: Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd. Viðfangsefni fyrirlestrarins eru m.a.: • ég, þú, við ― undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið • barnið heim hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki • þroski barna og tengslamyndun • hvernig leysum við ágreining? • hvernig höldum við nándinni? Samvinna kirkjanna þriggja um hagnýta foreldrafræðslu er styrkt af Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN FORELDRAR OG BÖRN
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Kór Ísaksskóla syngur. Stjórnandi er Vigdís Þóra Másdóttir. Gréta Petrína Zimsen orgelnemandi leikur forspil og eftirspil. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12.
Erindið nefnist “Færir foreldrar” og leiðbeinandi er Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari, faggildur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator.
Nánar um erindið:
Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd.
Viðfangsefni fyrirlestrarins eru m.a.:
ég, þú, við ― undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið
barnið heim hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki
þroski barna og tengslamyndun
hvernig leysum við ágreining?
hvernig höldum við nándinni?
Samvinna kirkjanna þriggja um hagnýta foreldrafræðslu er styrkt af Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra
Foreldramorgnum á vormisseri 2024 í Háteigskirkju er nú lokið. Háteigskirkja mun þó í samstarfi við Hallgrímskirkju og Bústaðakirkju, bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12 í Bústaðakirkju. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd. Nánar auglýst síðar. Haustdagskrá foreldrastarfs 2024 í Háteigskirkju verður tilkynnt síðar á vefsíðu og samfélagsmiðlum kirkjunnar. Gleðilegt sumar!☀️
Síðasta Gæðastund á vormisseri 2024 sem áætluð var á morgun þriðjudag 23. apríl FELLUR NIÐUR vegna veikinda. Þar með er dagskrá Gæðastunda á vormisseri 2024 lokið. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust, en dagskrá Gæðastunda á haustmisseri 2024 verður tilkynnt síðar. ☀️ GLEÐILEGT SUMAR ! ☀️
Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju, ásamt orgelnemendum frá Reykjavík sungu og spiluðu í Akureyrarkirkju með kórum kirkjunnar í dag á lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju. Upptaka útvarpsmessu með kórunum fór fram í gær í kirkjunni og verður henni útvarpað á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag 25. apríl á Rás 1. Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar skipulagði heimsóknina ásamt Erlu Rut Káradóttur organista og kórstjóra í Háteigskirkju og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista og kórstjóra í Akureyrarkirkju.