Foreldramorgnum á vormisseri 2024 í Háteigskirkju er nú lokið. Háteigskirkja mun þó í samstarfi við Hallgrímskirkju og Bústaðakirkju, bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12 í Bústaðakirkju. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd. Nánar auglýst síðar. Haustdagskrá foreldrastarfs 2024 í Háteigskirkju verður tilkynnt síðar á vefsíðu og samfélagsmiðlum kirkjunnar. Gleðilegt sumar!☀️