Barna- og unglingakór Háteigskirkju, ásamt orgelnemendum frá Reykjavík sungu og spiluðu í Akureyrarkirkju

Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju, ásamt orgelnemendum frá Reykjavík sungu og spiluðu í Akureyrarkirkju með kórum kirkjunnar í dag á lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju. Upptaka útvarpsmessu með kórunum fór fram í gær í kirkjunni og verður henni útvarpað á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag 25. apríl á Rás 1. Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar skipulagði heimsóknina ásamt Erlu Rut Káradóttur organista og kórstjóra í Háteigskirkju og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista og kórstjóra í Akureyrarkirkju.