Verið velkomin í Háteigskirkju

Okkur langar að vekja athygli á opnunartíma Háteigskirkju sem er alla virka daga fram að jólum kl. 9 – 15, nema á Þorláksmessu. Upplýsingar um helgihald á hátíðum koma bráðlega. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna!

Fjölskylduguðsþjónusta 19. september

Sunnudaginn 19. september verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Háteigskirkju. Prestur verður sr. Aldís Rut Gísladóttir og um tónlistina sér Arngerður María Árnadóttir ásamt hópi stúlkna.

Verið öll hjartanlega velkomin í Háteigskirkju!

Hvítasunna

Gleðilega hátíð heilags anda!

Það eru sannkallaðir hátíðisdagar hjá okkur í Háteigskirkju, því á hvítasunnudag eru fyrstu fermingar vorsins kl. 10:30 og 13:30. 

Annan í hvítasunnu, þann 24. maí verður fermingarathöfn kl. 10:30.

Við óskum fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju!

Í öllum fermingarathöfnum á hvítasunnu þjóna þau sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel og félagar Kordíu, kór Háteigskirkju leiða sönginn. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.

Söfnuðinum öllum óskum við gleðilegrar hátíðar með hvítasunnusálminum fallega Leiftra þú sól, sem Kordía, kór Háteigskirkju syngur.

Sunnudagur 16. maí – Sjötti sunnudagur eftir páska

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.

Börn úr Kór Ísaksskóla syngja undir stjórn Bjargar Þórsdóttur. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bænir. Mikill almennur söngur. Undirleik annast Björk Sigurðardóttir.

Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Guðsþjónusta sunnudaginn 2. maí

Félagar í Kordíu kór Háteiskirkju leiða messusöng.

Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson.

Gæðastundir í vor

Kæru Gæðastundavinir.

Við hér í kirkjunni ykkar, Háteigskirkju, höfum ákveðið að Gæðastundirnar okkar verði ekki fleiri í vor. Hlökkum til að taka á móti ykkur í haust, þegar allir verða bólusettir. Aftur á móti viljum við bjóða upp á Guðsþjónustu á Uppstigningardag fimmtudaginn 13.maí kl. 14, vonandi með kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þessi stund verður auglýst betur síðar. Sumarkveðjur og sólskinsbros til ykkar allra, fyrir hönd okkar allra.

Vorflug á veirutímum

Jóhanna V. Þórhallsdóttir opnar sýningu í Gallerí Göngum

Vorflug á veirutímum er yfirskrift sýningar Jóhönnu V Þórhallsdóttur myndlistar og söngkonu sem opnar á sunnudaginn 18. apríl nk. Í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.  Opnunin verður klukkan 14-17 og verða allar sóttvarnarreglur virtar.

 

Yfirskrift sýningarinnar er Vorflug á veirutímum en Jóhanna er mikil vorkona. Hún er fædd í hrútsmerkinu og á einmitt afmæli á opnunardaginn. Tónlistin leikur stórt hlutverk þegar hún málar og þessi verk eru mörg, t.a.m. unnin við margs konar tónlist, bæði jazz og klassík.

Þetta er 7. einkasýning Jóhönnu hér á landi, en síðast tók hún þátt í samsýningu í Bad Reichenhall í suður Þýskalandi.

 Jóhanna lauk meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Þýskalandi í nóvember árið 2019. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Þýskalandi að afloknu námi hér heima. Jóhanna hefur stjórnað sýningum í Gallerí Göngum frá árinu 2018.

Sýningin er opin á virkum dögum kl 10-16 og um helgar eftir samkomulagi og verður það auglýst sérstaklega á feisbókinni og á heimasíðu kirkjunnar. www.hateigskirkja.is 

Á opnuninni verður boðið uppá léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir!