Sunnudagur 7. maí – fjórði sunnudagur eftir páska

Messa í Háteigskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 11:00. Perlukór Háteigskirkju og Kordía, kór Háteigskirkju, syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Jesús segir í guðspjalli dagsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.“ Verið hjartanlega velkomin í Háteigskirkju.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Háteigskirkju óskar ykkur öllum gleðilegrar páskahátíðar og býður ykkur til kirkju í dymbilviku og á páskum í  eftirtaldar guðsþjónustur og viðburði:

Pálmasunnudagur 2. apríl
Ferming kl. 10:30.
Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson.

Þriðjudagur 4. apríl
Himindaggir – Útgáfutónleikar Kordíu, kórs Háteigskirkju kl. 20:00.
Flutt verða verk eftir íslensk og erlend tónskáld,
m.a. Momentary e. Ólaf Arnalds og Sound of Silence e. Simon & Garfunkel.
Frank Aarnink leikur á slagverk.
Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir.
Miðaverð er 3.500.-

Skírdagur 6. apríl
Kvöldmessa kl. 20:00.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Una Dóra Þorbjörnsdóttir syngur einsöng.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Föstudagurinn langi 7. apríl
Guðsþjónusta kl. 14:00.
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Krossferill Krists.
Valdís Gregory leikur á selló.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Páskadagur 9. apríl
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Morgunverður í safnaðarheimili í boði sóknarnefndar að messu lokinni.

Annar í páskum 10. apríl
Ferming kl. 10:30.
Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson.

Tónleikar í Háteigskirkju 15. og 16. febrúar

Þann 15. og 16. febrúar næstkomandi verða góðir gestir hjá okkur í Háteigskirkju. Þá munu Dorte Zielke trompetleikari og Sören Johansen orgelleikari halda tvenna tónleika í orðum, tónum og myndum og segja sögu tveggja danskra tónskálda, þeirra Rued Langgaard og Carl Nielsen.
Aðgangur er ókeypis á báða tónleikana og öll hjartanlega velkomin!
Nánari upplýsingar má nálgast hér:

Helgihald í Háteigskirkju um jól og áramót

21. desember

Tónleikar kl. 21:12

Guðný Einarsdóttir og Jón Hafsteinn Guðmundsson leika jólatónlist fyrir trompet og orgel. Aðgangur ókeypis.

 

Aðfangadagur, 24. desember

Aftansöngur kl. 18

Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Margrét Hannesdóttir, sópran syngur einsöng. Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðluleikari leika jólatónlist á undan guðsþjónustunni. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir.

 

Jóladagur, 25. desember

Hátíðarmessa kl. 14

Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Alrún María Skarphéðinsdóttir leikur á píanó á undan guðsþjónustunni. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir.

 

Annar í jólum, 26. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelkrakkar og Barna- og unglingakór Háteigskirkju flytja  jólaleikrit. Teitur Magnússon, tónlistarmaður syngur og leikur á gítar. Orgelkrakkar leika á orgel. Mikill almennur söngur. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir.

 

Gamlársdagur, 31. desember

Aftansöngur kl. 18

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Peter Tompkins leikur á óbó. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir.

 

Nýársdagur, 1. janúar 2023

Hátíðarmessa kl. 14

Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir

Æfingar Barna- og unglingakórs

Barna- og unglingakórinn fer vel af stað. Kórinn söng við sína fyrstu messu sunnudaginn 13. nóvember sl. og fékk að lokinni messunni að fara upp í turn kirkjunnar!

Við viljum vekja athygli á að æfingar kórsins hafa verið færðar.

Æfingar eru nú á fimmtudögum:

5.-7. bekkur kl. 17-18

8.-10. bekkur kl. 17:45-18:45

Öll áhugasöm börn og unglingar á þessum aldri eru hjartanlega velkomin!

Sunnudagur 13. nóvember – Kristniboðsdagurinn

Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Laufey Ósk Jóns og Védís Drótt Cortes, nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík, syngja einsöng. Nýstofnaður barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Ný sálmabók kirkjunnar tekin í notkun. Heitt á könnunni og djús að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tónleikar á Allraheilagramessu

Tónleikar í tilefni Allraheilagramessu í Háteigskirkju sunnudaginn 6.nóvember klukkan 20:00.
Miðaverð 2000 kr.

Kordía ásamt Guðnýju Einarsdóttur organista frumflytja ný íslensk tónverk fyrir orgel og kór eftir
Arngerði Maríu Árnadóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Björn Önund Arnarsson auk þessa að flytja eldri verk eftir Finn Karlsson,
Stefán Arason, Snorra Sigfús Birgisson, Jón Ásgeirsson og fleiri.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson lesa ritningartexta og ljóð.
Kjörin stund til að hvíla í augnablikinu, losna undan skarkala hversdagsins og minnast ástvina sem farnir eru frá okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Tökum þátt í Jól í skókassa á sunnudaginn!

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 12:30 til 14:30 mun Háteigskirkja leggja sitt af mörkum í verkefnið Jól í skókassa sem KFUM og KFUK standa fyrir og gengur út á að útbúa jólagjafir handa munaðarlausum, úkraínskum börnum, sjá nánar hér: https://www.kfum.is/skokassar/

Öllum áhugasömum gefst kostur á að koma saman í safnaðarheimili kirkjunnar og útbúa gjafir í kassana. Falleg og gefandi samverustund fyrir fjölskyldur og alla sem áhuga hafa.

Þátttakendur koma með leikföng, skólavörur og föt sem hæfa aldri og kyni þeirra barna sem þau ætla að útbúa kassann sinn fyrir.

Kirkjan útvegar skókassa, merkimiða, gjafapappír, snyrtivörur og sælgæti.

Efst í hvern kassa þarf að leggja 500-1000 kr. seðil sem er fyrir kostnaði verkefnisins og eru þátttakendur beðnir um að hafa það meðferðis líka.

Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt!

Fjölskylduguðsþjónusta 25. september

Sunnudaginn 25. september kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju. Mikill söngur, leynigestur og orgelfjör!
Prestur er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Organisti er Guðný Einarsdóttir

Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

ORGELKRAKKAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 25. SEPTEMBER til 1. OKTÓBER

DAGSKRÁ
25. september

kl. 11 Fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju
Upphaf hátíðar, orgelkynning og leynigestur

1. október

kl. 12 til 17 Fjölskyldutónleikar og smiðjur í Hallgrímskirkju

Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir.
Fyrir utan auglýsta dagskrá er nemendum 2. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur boðið á sýningar á tónlistarævintýrinu Lítil saga úr orgelhúsi í þremur kirkjum í Reykjavík, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju á skólatíma.

Orgelkrakkahátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Þjóðkirkjunni.

Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar