Hvítasunna

Gleðilega hátíð heilags anda!

Það eru sannkallaðir hátíðisdagar hjá okkur í Háteigskirkju, því á hvítasunnudag eru fyrstu fermingar vorsins kl. 10:30 og 13:30. 

Annan í hvítasunnu, þann 24. maí verður fermingarathöfn kl. 10:30.

Við óskum fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju!

Í öllum fermingarathöfnum á hvítasunnu þjóna þau sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel og félagar Kordíu, kór Háteigskirkju leiða sönginn. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.

Söfnuðinum öllum óskum við gleðilegrar hátíðar með hvítasunnusálminum fallega Leiftra þú sól, sem Kordía, kór Háteigskirkju syngur.