Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari verður með næstu sýningu í gallerí Göngum, við Háteigskirkju. Yfirskrift sýningarinnar er Hugarflug. Hún opnar laugardaginn 9. desember kl 15-17. Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun. Gengið inn frá Safnaðarheimilinu.
Sigurður er fæddur árið 1948 og stundaði nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn hjá prófessor Dan Sterup – Hansen á árunum 1974-1978. Sigurður Þórir hefur sýnt ótal mörgum sinnum bæði hér heima og erlendis.
Myndirnar eru strangflatarmyndir (geometriskt abstrakt) . Verkin eru flest máluð síðasta árið, ásamt nokkrum eldri myndum.
Sýningunni lýkur 28.janúar 2024