Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 19. mars kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund mun Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikhúsmanneskja, flytja erindi sem ber yfirskriftina “Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir – Merkilegir einstaklingar og athyglisverðasta parið á Íslandi á 17. öld.“
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Meðfylgjandi myndir eru frá góðri Gæðastund sl. þriðjudag 12. mars en þá flutti Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona, rithöfundur og grasnytjungur erindi sem bar yfirskriftina “Ævisaga árshringsins”).