Því miður fellum við niður Gæðastund morgundagsins, vegna afleitrar veðurspár.
Category: Uncategorized
Sunnudagur 20. febrúar – Annar sunnudagur í níuviknaföstu
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Velkomin á Gæðastund
þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.30-15. Sr. Eiríkur Jóhannsson mun hefja stundina, og Arngerður María Árnadóttir stjórnar fjöldasöng. Kaffi og veitingar. Gestur dagsins er Sigrún Helgadóttir sem segir frá verðlaunabók sinni „Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni.“
22.feb. 22 Sigrún Helgadóttir. Sigurður Þórarinsson. Mynd af manni.
1.mars 22 Jóhanna Þórhallsdóttir og Óttar Guðmundsson.
8.mars 22 Magnús Gottfreðsson. Af farsóttum í fortíð, nútíð og framtíð.
15.mars 22 Pétur Ármannsson. Háteigskirkja – Rauðarárholtið.
22.mars 22 Verður tilkynnt síðar.
5.apríl 22 Verður tilkynnt síðar.
12. apríl 22 Karl Sigurbjörnsson. Desmond Tutu.
26.apríl 22 Verður tilkynnt síðar.
3.maí 22 Verður tilkynnt síðar.
Guðsþjónusta 13. febrúar,
1. sunnudag í níuviknaföstu, kl. 11.
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Arngerður María Árnadóttir leikur á orgel. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 6. febrúar,
síðasta sunnudag eftir þrettánda, kl. 11.
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir.
Sunnudagur 30. janúar – Fjórði sunnudagur eftir þrettánda.
Helgihald fellur niður í dag en upptöku guðsþjónustu frá Háteigskirkju verður útvarpað á Rás1 kl. 11. Þar prédikar sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja undir stjórn organistans, Guðnýjar Einarsdóttur.
Sunnudagur 23. janúar 2022
Guðsþjónusta fellur niður vegna sóttvarnarsjónarmiða.
Sunnudagur 16. janúar.
Guðsþjónusta fellur niður vegna sóttvarnarsjónarmiða.
Sunnudagur 9. janúar 2022
Guðsþjónusta fellur niður í dag vegna sóttvarnarsjónarmiða.
Helgihald um áramót fellur niður.
Áður auglýst helgihald í Háteigskirkju á gamlársdag og nýársdag er fellt niður vegna sóttvarnasjónarmiða.
Upplýsingar um sálgæslu, útgáfu vottorða og annað sem er aðkallandi yfir áramót má fá hjá sóknarpresti í s. 8609997.
Gleðilega hátíð.
Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
