“Sticks ‘n’ Strings – with friends”, hópur ungra Suzuki strengjahljóðfæranema frá Danmörku og Íslandi, ásamt píanói, verða með tónleika í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag 21. maí kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
“The concert group is a youth string orchestra -with piano- with Suzuki students from Denmark and Iceland playing together. The name of the group is: „Sticks ‘n’ Strings -with friends“
Útvarpsmessa Ríkisútvarpsins í gær sunnudaginn 14. maí, Hinn almenna bænadag og Mæðradag, var tekin upp í Háteigskirkju. Hlekkur til að hlusta á messuna er hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3je Séra Eiríkur Jóhannsson predikaði og þjónaði fyrir altari. Organisti, píanóleikari og kórstjóri var Guðný Einarsdóttir. Kordía, kór Háteigskirkju og Perlukór, barna- og unglingakór Háteigskirkju sungu. Baldur Smárason las ritningarlestra. FYRIR PREDIKUN: Forspil: Dagur austurloft upp ljómar. Lag: Stefán Arason. Texti: Þórarinn Jónsson. Sálmur 732: Mill líf er eins og lag. Lag og texti: Robert Lowry. Íslenskur texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Sálmur 261: Drottinn, miskunna, miskunna þú oss. Lag: G.M. Kolisi. Texti úr Biblíunni. Sálmur 270: Dýrð þér, dýrð þér. Lag og texti: Pablo Sosa. Íslenskur texti: Kristján Valur Ingólfsson. Sálmur 280. Við heyrum Guðs heilaga orð. Lag: Fintan O’Carill og Christopher Walker. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Kórsöngur: Sálmurinn um fuglinn. Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir. EFTIR PREDIKUN: Kórsöngur: Þú sem himninum ræður. Lag: Stefán Arason. Texti: Lisbeth Smedegaard-Andersen. Íslenskur texti: Guðný Einarsdóttir. Sálmur 319: Þú sem líf af lífi gefur. Lag: Johann Crüger. Texti: Hjálmar Jónsson. Kórsöngur: Drottinn er minn hirðir. Lag: Björn Önundur Arnarson. Sálmur nr. 23. 766 Nú skrúða grænum skrýðist fold. Lag: Walsemar Åhlén. Texti: Carl D. av Wirsén. Íslenskur texti: Karl Sigurbjörnsson. Eftirspil: Birting, Arngerður María Árnadóttir
Foreldramorgnum á vormisseri í Háteigskirkju er nú lokið og verða þeir aftur í boði í haust, en þá munum við einnig bjóða upp á Krílasálma, sem er tónlistarupplifunarnámskeið fyrir yngstu börnin og foreldra. Dagsetningar og tími verður auglýst í sumarlok. Hlökkum til að sjá ykkur í haust, njótið sumars og sólar !
Sunnudagurinn 14. maí – Hinn almenni bænadagur. Messa kl. 11:00. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ari Jóhann Ingu- Steinunnarson leikur einleik á orgel. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, Guðnýjar Einarsdóttur. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Uppstigningardagur, dagur aldraðra í kirkjunni, fimmtudaginn 18. maí. Messa kl. 14:00. Séra Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari, Séra Tómas Sveinnsson fyrrverandi sóknarprestur Háteigsprestakalls flytur prédikun. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur annast messusönginn undir stjórn Arons Axels Cortes. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Léttar kaffiveitingar eftir messu.
Háteigskirkja Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn sunnudaginn 14. maí n.k, að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Fundurinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá – venjuleg aðalfundarstörf. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarnefnd Háteigskirkju
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Vigdís Kristjánsdóttir, 8 ára nemandi í Vesturbæjarskóla, leikur einleik á orgel. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi, kex og djús í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
Foreldrar með ungabörn: Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 26. apríl kl. 9:00 – 10:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur, í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Kaffi, spjall og leikföng fyrir börnin að skoða.
Sunnudagur 23. apríl: Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Kaffispjall í safnaðarheimili eftir messu. Verið hjartanlega velkomin !
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 19. apríl kl. 9:00 – 10:00 í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur, í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Kaffi, spjall og leikföng fyrir börnin að skoða.
Ferming kl. 10:30. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Fermingin er sú þriðja og síðasta á þessu vori í Háteigskirkju en að þessu sinni munu 38 börn fermast í athöfninni. Aldrei hafa fleiri börn fermst í einni og sömu athöfn í kirkjunni og því eigum við von á fjölmenni á sunnudaginn.