Sunnudagur 21. janúar 2024

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir.
Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagur 14. janúar 2024

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagur 7. janúar 2024

Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir.

Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Háteigskirkja óskar öllum gleðilegs árs, friðar og farsældar.

Helgihald í Háteigskirkju um áramót 2023-2024

Gamlársdagur 31. desember.

Aftansöngur kl. 18:00.
Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Peter Tompkins leikur á óbó. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Verið öll hjartanlega velkomin.

Nýársdagur 1. janúar 2024.

Hátíðarmessa kl. 14:00
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagur 17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni af vígsludegi kirkjunnar. Sérstakur gestur, Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra, flytur hugvekju. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Davíð Þór Jónsson þjóna. Erla Rut Káradóttir organisti leikur. Kordía, kór Háteigskirkju, og Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju, syngja. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagur 10. desember – annar sunnudagur í aðventu

Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir.

Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju um sýningaropnun næstkomandi laugardag 9. desember kl. 15-17:

Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari verður með næstu sýningu í gallerí Göngum, við Háteigskirkju. Yfirskrift sýningarinnar er Hugarflug. Hún opnar laugardaginn 9. desember kl 15-17. Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun. Gengið inn frá Safnaðarheimilinu.
Sigurður er fæddur árið 1948 og stundaði nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn hjá prófessor Dan Sterup – Hansen á árunum 1974-1978. Sigurður Þórir hefur sýnt ótal mörgum sinnum bæði hér heima og erlendis.
Myndirnar eru strangflatarmyndir (geometriskt abstrakt) . Verkin eru flest máluð síðasta árið, ásamt nokkrum eldri myndum.  
Sýningunni lýkur 28.janúar 2024