Sunnudagur 17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni af vígsludegi kirkjunnar. Sérstakur gestur, Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra, flytur hugvekju. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Davíð Þór Jónsson þjóna. Erla Rut Káradóttir organisti leikur. Kordía, kór Háteigskirkju, og Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju, syngja. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir.