Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju næstkomandi þriðjudag 24. janúar kl. 13:30-15. Sr. Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur, flytur erindi sem ber yfirskriftina “Pílagrímastarf og -ferðir”.
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 17. janúar sl. (Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður flutti erindi) og af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð).
Heildardagskrá Gæðastunda vormisseris 2023 verður kynnt innan tíðar.