Foreldramorgunn miðvikudaginn 1. mars

Foreldrar með ungabörn:
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 1. mars kl. 9 – 10:30. Við hittumst í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur), í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Foreldramorgnar eru stundir fyrir foreldra ungra barna til að hittast og spjalla saman og fyrir börnin að hitta önnur ung börn í hlýlegu umhverfi með litrík þroskaleikföng.
Boðið er upp á kaffi/te og létt nasl.

Gæðastund í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 28. febrúar

Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 28. febrúar kl. 13:30-15. Félagar úr eldri deild Karlakórs Reykjavíkur munu flytja nokkur lög með undirspili.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.

(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 21. febrúar sl. þegar Helgi Gíslason myndhöggvari flutti áhugavert erindi sem bar titilinn „Sjá þar er maðurinn. Krossferill“. Einnig fylgir mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)

Messa í Háteigskirkju 26. febrúar kl. 11

1. sunnudagur í föstu – 26. febrúar 2023
Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Kaffispjall í safnaðarheimili eftir messu.
Komið og farið bæði sæl og blessuð.

Gæðastund þriðjudaginn 21. febrúar

Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 21. febrúar kl. 13:30-15. Helgi Gíslason myndhöggvari flytur erindi sem ber titilinn „Sjá þar er maðurinn. Krossferill“.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 14. febrúar sl. þegar Jóhannes Agnar Kristinsson salsakennari sagði frá salsadansi og sýndi létt salsaspor sem þátttakendur dönsuðu af gleði og innlifun eins og myndirnar sýna, enda bar þessa Gæðastund upp á Valentínusardag. Einnig fylgir mynd af blómaskrúð til að minna á að Góumánuður er genginn í garð með fyrirheit um vorsins birtu og yl. Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð Safnaðarheimilis kirkjunnar (norðurinngangur), aðgengi er fyrir alla.)

Messa í Háteigskirkju 19. febrúar kl. 11

Messa í Háteigskirkju sunnudaginn 19. febrúar kl. 11.
Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Kaffispjall í safnaðarheimili eftir messu.
Komið og farið bæði sæl og blessuð.

Foreldramorgunn miðvikudaginn 15. febrúar

Foreldrar með ungabörn:

Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 9 – 10:30 (athugið breytta tímasetningu skv. samráði við foreldra ungabarna). Við hittumst í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur), í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Foreldramorgnar eru stundir fyrir foreldra ungra barna til að hittast og spjalla saman og fyrir börnin að hitta önnur ung börn í hlýlegu umhverfi með litrík þroskaleikföng.

Boðið er upp á kaffi/te og létt nasl.

Gæðastund þriðjudaginn 14. febrúar

Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 14. febrúar kl. 13:30-15. Í tilefni Valentínusardags sem er á morgun verður létt og leikandi stemming á Gæðastund þar sem Jóhannes Agnar Kristinsson salsadanskennari kemur og segir frá salsadansi og sýnir dans auk þess að kenna þeim hafa áhuga á að taka sporið létt salsaspor sem allir geta lært.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 7. febrúar sl. þegar Þórarinn Þórarinsson arkítekt flutti áhugavert erindi um leitina að hinu heilaga grali á Íslandi. Einnig er mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)

Foreldramorgunn miðvikudaginn 8. febrúar

Foreldrar með ungabörn:
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 9 – 10:30 (athugið breytta tímasetningu skv. samráði við foreldra ungabarna). Við hittumst í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur), í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Foreldramorgnar eru stundir fyrir foreldra ungra barna til að hittast og spjalla saman og fyrir börnin að hitta önnur ung börn í hlýlegu umhverfi með litrík þroskaleikföng.
Boðið er upp á kaffi/te og létt nasl.

Gæðastund þriðjudaginn 7. febrúar

Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 7. febrúar kl. 13:30-15. Þórarinn Þórarinsson arkítekt flytur erindi sem ber yfirskriftina “Leitin að hinu heilaga grali á Íslandi”.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 31. janúar sl. þegar Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra flutti fróðlegt erindi um táknfræði kirkjurýmisins ásamt leiðsögn um Háteigskirkju þar sem táknfræði kirkjurýmisins var skoðuð. Einnig er mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.

Dagskrá Gæðastunda í Háteigskirkju á vormisseri 2023

Tími:                Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning:    Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar. Verið hjartanlega velkomin !  (Dagskrá gæðastunda á haustmisseri 2023 verður kynnt síðar).

Dagskrá:

  1. jan Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður (Á söguslóðum Laxdælu og Höskulds Dala-Kollssonar, sagan í náttúrunni og myndlistinni)
  1. jan Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur (Pílagrímaferðir)
  1. jan Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Rvík-eystra (Táknfræði kirkjurýmisins – táknfræði kirkjurýmis Háteigskirkju skoðuð)
  1. feb Þórarinn Þórarinsson arkítekt (Leitin að hinu heilaga grali á Íslandi)
  1. feb Jóhannes Agnar Kristinsson salsakennari (Heimur salsadansins – og stutt og einföld salsakennsla)
  1. feb Helgi Gíslason myndhöggvari (Sjá þar er maðurinn. Krossferill)
  1. feb Félagar úr Karlakór Reykjavíkur, eldri deild, syngja nokkur lög
  1. mars Eiríkur Jóhannsson prestur í Háteigskirkju (Sálmaskáldið á Stóra-Núpi)
  1. mars Alma Sigurðardóttir sérfræðingur húsasafns Þjóðminjasafns Íslands (Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands – merkar minjar og mikilvægi varðveislu)
  1. mars Atli Ingólfsson tónskáld (Tónverkið „Elsku Borga mín“ þjóðlegur fróðleikur byggður á sendibréfum frá Ásgarði í Dölum) 
  1. mars HARMÓNIKKUBALL – Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikkuleikari (Heimur harmonikkunnar, spilað og dansað)