Foreldrar með ungabörn:
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgunn í Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 1. mars kl. 9 – 10:30. Við hittumst í Safnaðarheimili kirkjunnar (norðurinngangur), í Setrinu – kaffistofurými á 1. hæð, gengið strax til hægri inn á stuttan gang þegar komið er inn í Safnaðarheimilið). Foreldramorgnar eru stundir fyrir foreldra ungra barna til að hittast og spjalla saman og fyrir börnin að hitta önnur ung börn í hlýlegu umhverfi með litrík þroskaleikföng.
Boðið er upp á kaffi/te og létt nasl.
