Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 24. sept. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikhúsmanneskja, flytur erindi um Reisubók Guðríðar Símonardóttur, skáldsögu eftir Steinunni, byggða á heimildum. Höfundurinn segir frá Guðríði Símonardóttur og Tyrkjaráninu 1627 og rekur eigin ferðir í fótspor Guðríðar og eiginmanns hennar Hallgríms Péturssonar. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur ! (Sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).