Heilagt, blessað vatn í Háteigskirkju

Fremst í kirkjuskipi Háteigskirkju, vinstra megin þegar gengið er inn í kirkjuna, má nú finna skál með heilögu vatni, blessuðu af presti kirkjunnar. Gestum kirkjunnar er velkomið að sækja sér blessun með því að dýfa fingrum í hið heilaga vatn og signa sig. Komið sæl og farið blessuð.