Fræðsluerindi fyrir foreldra ungra barna fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12

Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12.

Erindið nefnist “Færir foreldrar” og leiðbeinandi er Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari, faggildur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator.

Nánar um erindið:

Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd.

Viðfangsefni fyrirlestrarins eru m.a.:

  • ég, þú, við ― undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið
  • barnið heim hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki
  • þroski barna og tengslamyndun
  • hvernig leysum við ágreining?
  • hvernig höldum við nándinni?

Samvinna kirkjanna þriggja um hagnýta foreldrafræðslu er styrkt af Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra

verið hjartanlega velkomin foreldrar og börn