Æfingar Barna- og unglingakórs

Barna- og unglingakórinn fer vel af stað. Kórinn söng við sína fyrstu messu sunnudaginn 13. nóvember sl. og fékk að lokinni messunni að fara upp í turn kirkjunnar!

Við viljum vekja athygli á að æfingar kórsins hafa verið færðar.

Æfingar eru nú á fimmtudögum:

5.-7. bekkur kl. 17-18

8.-10. bekkur kl. 17:45-18:45

Öll áhugasöm börn og unglingar á þessum aldri eru hjartanlega velkomin!