Háteigskirkja

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

messur á sunnudögum kl 11

 
 
9. ágúst – Níundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð:
Guðsþjónusta kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar, þjónar fyrir altari og skírir barn. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir – vinsamlegast virðið tveggja metra regluna um nálægðarmörk.
 
 

Gallerí Göng

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir (1966) myndlistarmaður opnar sýningu sína, tólf-lær-dóms-rík-ár 2008-2020 í Gallerí Göng/um fimmtudaginn 16. júlí kl 17 Ragnheiður útskrifaðist með BA úr textíl frá LHÍ árið 2000 og MA í myndlist frá LHÍ vorið 2019. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis á þessu tímabili.

Til umhugsunar í aðdraganda páska

9/9 Sólin hún skín

Biblíutexti

1 En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin sem þær höfðu búið. 2 Þær sáu þá að steininum hafði verið velt frá gröfinni 3 og þegar þær stigu inn fundu þær ekki líkama Drottins Jesú.[ 4 Þær skildu ekkert í þessu en þá brá svo við að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. 5 Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: „Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? 6 Hann er ekki hér, hann er upp risinn.[ Minnist þess hvernig hann talaði við yður meðan hann var enn í Galíleu. 7 Hann sagði að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur en rísa upp á þriðja degi.“
8 Og þær minntust orða hans, 9 sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum.

Hugleiðing

Það er sunnudagur, dagur sólarinnar, dagurinn sem dregur nafn sitt af upprisudegi frelsarans. Þannig er sérhver sunnudagur upprisuhátíðardagur og kristnir menn ganga til messu til að fagna upprisu frelsarans, sigurs lífsins yfir dauðanum. Þannig er páskadagur, sunnudagur sunnudaganna. Í afturelding, semsagt jafnvel enn í myrkri en tekið er að djarfa fyrir nýjum degi, það er roði í skýjum í austri og senn mun grilla í gullna rönd yfir fjallsbrún. Nýr dagur er að vakna, þessi dagur er einstakur því hann færir mönnum nýjan túlkunarlykil að tilverunni.

Við erum hér að tala um sögulegan atburð sem hafði gríðarleg áhrif á gang sögunnar. í kjölfarið urðu til ný trúarbrögð sem byggðu á þessari nýju sýn þessari von þess efnis að lífið sé sterkara en dauðinn. Að hin jákvæðu öfl séu og verði sterkari en það sem neikvætt er og ranglátt. Að sköpunin standi enn yfir og henni sé viðhaldið sérhverja stund af kærleiksríkum Guði. En um leið standa atburðir þessara dramatísku daga fyrir átök og innri togstreitu milli þess sem byggir manninn upp og þess sem brýtur niður. Okkur getur fundist sem tvísýnt sé með úrslitin og sannarlega hefur það oft verið svo. Það hefur kostað mikla baráttu að vernda lífið réttindin friðinn. Í dag fagnar kristið fólk um heiminn allan. Við höfum fengið að vita að lífið það er sterkara en dauðinn. Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glöð á honum.

sr. Eiríkur Jóhannsson

Viltu leigja salinn?

Við erum með fallegt safnaðarheimili sem við leigjum út. Fyrir brúðkaupsveisluna, afmælið, erfidrykkjuna eða fundi. Hafið samband við Kristján kirkjuvörð í síma 511 5400, 511 5410, 897 1382 netfang: kristjan@hateigskirkja.is
45791890_10218089026166917_2283287060745814016_n
Kristján

Kordía og krúttasálmar

Kór Háteigskirkju heitir Kordía. Æfingar eru einu sinni í viku.

Krúttasálmar, tónlistarnámskeið fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra, fer fram í kirkjunni alla miðvikudaga  kl. 16.30

Allir kórelskendur og foreldrar eru hjartanlega velkomin á notalegar tónlistarstundir í Háteigskirkju!

Gæðastundir

Fermingar 2020

Fermingardagar árið 2020 verða

30. ágúst kl. 10:30. 

6. september kl. 10:30. 

13. september  kl. 10:30. 

 

Árið 2021 verða fermingardagarnir

28. mars

5. apríl

11. apríl.

Play Video

Gallerí Göng

Opið alla virka daga kl 10-16 og á sunnudögum kl 11-12

Háteigskirkja