Sunnudagur 28. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Kór Ísaksskóla syngur. Stjórnandi er Vigdís Þóra Másdóttir. Gréta Petrína Zimsen orgelnemandi leikur forspil og eftirspil. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Fræðsluerindi fyrir foreldra ungra barna fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12

Hallgrímskirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12.

Erindið nefnist “Færir foreldrar” og leiðbeinandi er Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari, faggildur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator.

Nánar um erindið:

Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd.

Viðfangsefni fyrirlestrarins eru m.a.:

  • ég, þú, við ― undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið
  • barnið heim hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki
  • þroski barna og tengslamyndun
  • hvernig leysum við ágreining?
  • hvernig höldum við nándinni?

Samvinna kirkjanna þriggja um hagnýta foreldrafræðslu er styrkt af Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis vestra

verið hjartanlega velkomin foreldrar og börn

Foreldramorgnar í ☀️SUMARFRÍ☀️

Foreldramorgnum á vormisseri 2024 í Háteigskirkju er nú lokið. Háteigskirkja mun þó í samstarfi við Hallgrímskirkju og Bústaðakirkju, bjóða foreldrum ungra barna upp á hagnýta foreldrafræðslu (þeim að kostnaðarlausu) og kaffispjall fimmtudaginn 2. maí kl. 10-12 í Bústaðakirkju. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd. Nánar auglýst síðar. Haustdagskrá foreldrastarfs 2024 í Háteigskirkju verður tilkynnt síðar á vefsíðu og samfélagsmiðlum kirkjunnar. Gleðilegt sumar!☀️

Gæðastundir í ☀️SUMARFRÍ ☀️

Síðasta Gæðastund á vormisseri 2024 sem áætluð var á morgun þriðjudag 23. apríl FELLUR NIÐUR vegna veikinda. Þar með er dagskrá Gæðastunda
á vormisseri 2024 lokið. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust, en dagskrá Gæðastunda á haustmisseri 2024 verður tilkynnt síðar.
☀️ GLEÐILEGT SUMAR ! ☀️

Barna- og unglingakór Háteigskirkju, ásamt orgelnemendum frá Reykjavík sungu og spiluðu í Akureyrarkirkju

Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju, ásamt orgelnemendum frá Reykjavík sungu og spiluðu í Akureyrarkirkju með kórum kirkjunnar í dag á lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju. Upptaka útvarpsmessu með kórunum fór fram í gær í kirkjunni og verður henni útvarpað á sumardaginn fyrsta næstkomandi fimmtudag 25. apríl á Rás 1. Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar skipulagði heimsóknina ásamt Erlu Rut Káradóttur organista og kórstjóra í Háteigskirkju og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista og kórstjóra í Akureyrarkirkju.

Sunnudagur 21. apríl

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 17. apríl kl. 10-11:30

Minnum á Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 17. apríl á milli kl. 10-11:30 í Setrinu, kaffistofurými á 1. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Leikstund fyrir börnin, foreldraspjall og léttar veitingar/kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Gæðastund á morgun, þriðjudag 16. apríl kl. 13:30-15

Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 16. apríl kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund mun Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikhúsmanneskja, flytja seinni hluta erindis sem ber yfirskriftina “Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir – Merkilegir einstaklingar og athyglisverðasta parið á Íslandi á 17. öld.“
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Meðfylgjandi myndir eru frá góðri Gæðastund sl. þriðjudag 9. apríl en þá flutti Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður, erindi sem bar yfirskriftina “Listin og lífið”).

Sunnudagur 14. apríl

Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.