Fermingarstarf 2023-2024

Fermingarfræðsla í Háteigskirkju fyrir börn sem eru fædd 2010 hefst með skráningarmessu sunnudaginn 27. ágúst kl. 11:00.  Fræðslan fer fram á fimmtudögum á eftirtöldum tímum:

Hlíðaskóli        fimmtudagar kl. 16:00
Háteigsskóli    fimmtudagar kl. 17:00

Fermt verður á eftirtöldum dögum vorið 2024:

Pálmasunnudagur 24. mars kl. 10:30
Annar í páskum    1. apríl kl. 10:30
Sunnud. e. páska 7. apríl kl. 10:30

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur hefur umsjón með fermingarfræðslunni ásamt séra Davíð Þór Jónssyni og ferma þau börnin.