Tilkynning frá GALLERÍ GÖNGUM í Háteigskirkju:

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýngar RUTAR BJARNADÓTTUR í GALLERÍ GÖNGUM laugardag 28.10 kl 14-16
ÞYBBA Á ÞURRU LANDI

Verk Rutar eru alltaf á einn eða annan hátt unnin út frá eigin upplifunum.
Í þetta sinn er myndefnið hið kvenlega form sem er breytingum háð
gegnum lífið. Aukakílóin læðast að eitt af öðru og mynda annað form
sem kallar á nýsköpun, meðal annars lagfæringar á fatnaði viðkomandi.
Blúndumunstrið, sem er gegnumgangandi í verkum Rutar, er sprottið úr
áralangri reynslu hennar af að vinna með textíl.
Biða, þýðir keald eða dufl og getur líka þýtt “jafnbola kvenmaður”.
Þybba, þýðir fríholt eða hnellin.
Tunnan, er gömul og ryðguð.
Byttan, er umvafin vínrauðu ölduróti.


Rut Bjarnadóttir (1952) starfar nú og býr á Hólmavík, Ísland. Rut
vinnur með áferð og yfirborð með mismunandi tækni. Rut
útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Reykjavík
(IS) í textíllist og hönnun árið 1987.
Valdar einkasýningar: Íslenska menningarmiðstöðin (Jónshús),
Kaupmannahöfn (DK), Sjöbo Konsthall, Sjöbo (SE). Gallerí
Orås (SE). Fyrri samsýningar í úrvali: Malmö Open Studios,
ADDO, Malmö (SE). Seðlabanki Íslands (IS),
Lista- og arkitektúrskólinn, Helsinki (FI).