Messa kl. 11. Sr. Þorvaldur Víðisson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra setur sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur inn í embætti prests við Háteigsprestakall. Sr. Ása Laufey prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Kári Hilmarsson, drengjasópran syngur einsöng og félagar úr Perlukórnum syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti er Erla Rut Káradóttir. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni í boði sóknarnefndar. Verið öll hjartanlega velkomin.
(Mynd fylgir af sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur)