Sunnudagur 12. janúar

Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ: Messan fer fram í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju þar sem kirkjan er nú lokuð vegna viðhaldsvinnu út mars. Gengið er inn í safnaðarheimilið um glerdyr frá bílastæði norðanmegin við Háteigskirkju, á ská gegnt gamla Stýrimannskólanum (sjá meðfylgjandi mynd af inngangi). Lyfta er í safnaðarheimilinu og aðgengi fyrir alla. Verið öll hjartanlega velkomin.