Skógarlundur Háteigskirkju – fróðleikur og upplifun fyrir fjölskyldur með börn

Í Skógarlundi Háteigskirkju geta fjölskyldur komið og beintengt sig náttúrunni með því að faðma eða leiða tré, hugleiða í náttúrulegu umhverfi og njóta þess að vera í friði og ró og upplifa og skynja þá töfra og það kraftaverk sem náttúran og við sjálf og lífið er. 😊 Þar má nú finna fróðleiks- og upplifunarleik fyrir fjölskyldur með börn. Leikurinn er eins konar ratleikur þar sem fjölskyldurnar leita uppi sex litla QR kóða sem festir hafa verið á jafn mörg tré í skógarlundinum og sé kóðinn skannaður með síma birtist á símanum slóð (hateigskirkja.is…), sem smellt er á fyrir upplýsingablað fyrir hverja stöð. Góða skemmtun og njótið sæl og blessuð. 🥰