Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 1. okt. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður, flytur erindi sem ber yfirskriftina “Herbergi á Höskuldsstöðum í Dölum”. Áður tilkynnt erindi Þorgeirs Ástvaldssonar, tónlistarmanns og útvarpsmanns, með yfirskriftina „Sumargleðin og útvarpið“, féll niður á morgun af óviðráðanlegum orsökum, en Þorgeir flytur erindið þess í stað á Gæðastund þann 22. október næstkomandi. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur ! (Sjá heildardagskrá GÆÐASTUNDA haustmisseris 2024 hér: https://hateigskirkja.is/gaedastundir/ ).