Sunnudagur 13. nóvember – Kristniboðsdagurinn

Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Laufey Ósk Jóns og Védís Drótt Cortes, nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík, syngja einsöng. Nýstofnaður barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Ný sálmabók kirkjunnar tekin í notkun. Heitt á könnunni og djús að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tónleikar á Allraheilagramessu

Tónleikar í tilefni Allraheilagramessu í Háteigskirkju sunnudaginn 6.nóvember klukkan 20:00.
Miðaverð 2000 kr.

Kordía ásamt Guðnýju Einarsdóttur organista frumflytja ný íslensk tónverk fyrir orgel og kór eftir
Arngerði Maríu Árnadóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Björn Önund Arnarsson auk þessa að flytja eldri verk eftir Finn Karlsson,
Stefán Arason, Snorra Sigfús Birgisson, Jón Ásgeirsson og fleiri.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson lesa ritningartexta og ljóð.
Kjörin stund til að hvíla í augnablikinu, losna undan skarkala hversdagsins og minnast ástvina sem farnir eru frá okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Sunnudagur 6. nóvember, allraheilagra messa.

Messa kl.11.

Prestur er Eiríkur Jóhannsson

Organisti er Guðný Einarsdóttir

Félagar í Kordíu kór Háteigskirkju leiða messusöng.

 FRÁ 12:30 TIL 14:30

Jól í skókassa. Fjölskyldur koma saman og hjálpast að við að útbúa jólapakka til munaðarlausra barna í Ukraínu. Sjá nánar á heimasíðu Háteigskirkju.

Kl. 20  Ljós og skuggar
Tónleikar Kordíu, kórs Háteigskirkju, sá nánar á heimasíðu Háteigskirkju og facebook.

Tökum þátt í Jól í skókassa á sunnudaginn!

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 12:30 til 14:30 mun Háteigskirkja leggja sitt af mörkum í verkefnið Jól í skókassa sem KFUM og KFUK standa fyrir og gengur út á að útbúa jólagjafir handa munaðarlausum, úkraínskum börnum, sjá nánar hér: https://www.kfum.is/skokassar/

Öllum áhugasömum gefst kostur á að koma saman í safnaðarheimili kirkjunnar og útbúa gjafir í kassana. Falleg og gefandi samverustund fyrir fjölskyldur og alla sem áhuga hafa.

Þátttakendur koma með leikföng, skólavörur og föt sem hæfa aldri og kyni þeirra barna sem þau ætla að útbúa kassann sinn fyrir.

Kirkjan útvegar skókassa, merkimiða, gjafapappír, snyrtivörur og sælgæti.

Efst í hvern kassa þarf að leggja 500-1000 kr. seðil sem er fyrir kostnaði verkefnisins og eru þátttakendur beðnir um að hafa það meðferðis líka.

Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt!

Sunnudagur 30. nóvember – Siðbótardagurinn.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur. 

Organisti er Guðný Einarsdóttir og prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. 

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagur 23. október – 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11.  Dagur heilbrigðisþjónustunnar.  Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur á Landspítala háskólasjúkrahúsi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. 

Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja.  Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. 

Verið öll hjartanlega velkomin.

Messa 16. okt. kl. 11

Messa sunnudaginn 16. október kl.11

Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar Kordíu kór Háteigskirkju leiða messusöng.

Kaffisopi í boði eftir messu.

Þriðjudaginn 18. október kl. 13:30 er gæðastund, samvera eldri borgara. Verið velkomin.

Messa 9. október kl.11

Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Við fáum góða gesti sem er Valskórinn undir stjórn Báru Grímsdóttur, munu þau leiða messusönginn. Kaffi og kex í boði eftir messu.

Messa í Háteigskirkju kl. 11 2. október

Messa kl. 11 16.sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.
Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju leiða messusöng.
Þriðjudagur 4. október kl. 13:30 Gæðastund, samvera eldri borgara. Söngur, fróðleikur, gæðakaffi, gefandi samvera.

Fjölskylduguðsþjónusta 25. september

Sunnudaginn 25. september kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju. Mikill söngur, leynigestur og orgelfjör!
Prestur er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Organisti er Guðný Einarsdóttir