Gæðastund eldri borgara næstkomandi þriðjudag 4. mars kl. 13:30 til 15

Næsta GÆÐASTUND eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 4. mars kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Lilja D. Alfreðsdóttir, fyrrv. ráðherra, flytur erindi undir yfirskriftinni „Menntun og menning: Fortíð og framtíð sameinast“. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!

Sunnudagur 2. mars – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í sal safnaðarheimilis Háteigskirkju á 2. hæð (ath. kirkjan sjálf er lokuð vegna lagfæringa í jan.-mars). Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin

Gæðastund eldri borgara á morgun, þriðjudag 25. febrúar kl. 13:30 til 15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun, þriðjudag 25. febrúar kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Friðrik Kristinsson, kórstjóri og kórfélagar eldri deildar Karlakórs Reykjavíkur mæta og flytja stutt erindi um kórinn auk þess að taka nokkur lög. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsta Gæðastund eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 25. febrúar kl. 13:30-15

Næsta GÆÐASTUND eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 25. febrúar kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Friðrik Kristinsson, kórstjóri og kórfélagar eldri deildar Karlakórs Reykjavíkur mæta og flytja stutt erindi um kórinn auk þess að taka nokkur lög. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!

Sunnudagur 23. febrúar – messa kl. 11

Messa kl. 11 í sal safnaðarheimilis Háteigskirkju á 2. hæð (ath. kirkjan sjálf er lokuð vegna lagfæringa í jan.-mars). Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju um sýningaropnun næstkomandi laugardag 22. febrúar kl. 14-16:

TVÍSÝN- Samsýning tvíburabræðra

Verið hjartanlega velkomin laugardaginn 22. febrúar kl 14.00 á sýningaropnun í Gallerí Göngum.
Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra. Jóhannes og Ásvaldur Kristjánssynir hafa málað af og til í mörg ár og tekið þátt í ýmsum sýningum en aldrei saman. Málarastíllinn er mjög svipaður. Þeir ólust upp í Múla í Aðaldal við fjölbreytt sveitastörf. Áhugamálin hafa legið á sviði hljóðs og myndar en báðir eru þeir rafeindavirkjar að mennt.

Jóhannes K. Kristjánsson er fæddur 1965 og ættaður úr Aðaldal, hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi í 30 ár. Hann hefur málað af og til í yfir 20 ár og leggur sérstaka áherslu á verk sem krefjast nákvæmni, einkum myndefni tengt náttúrunni. Jóhannes er sjálfmenntaður málari en hefur bætt við sig þekkingu á ýmsum námskeiðum í málaralist.

Verk hans eru unnin í olíu og einkennast af mikilli fínlegri úrvinnslu sem taka langan tíma í vinnslu. Verk Jóhannesar endurspegla djúpa tengingu við náttúruna og vandvirkni, sem hefur vakið athygli jafnt innanlands sem erlendis. Hann notar hvern lausan tíma til að mála, en aðalstarf hans er sem hljóðmaður á Stöð 2 og Bylgjunni.

Sýningar:

Jóhannes hefur haldið einkasýningar í Art 67 og Bókasafni Seltjarnarness og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Meðal þeirra má nefna sýningar í Art 67 á Laugavegi, í Skálholti, Gallerí Göng í Háteigskirkju, í Medina Art Gallery í Róm, Ítalíu, og New York í samstarfi við Capital Culture House á Spáni.

Ásvaldur Kristjánsson er líka fæddur árið 1965, búsettur í Mosfellsbæ. Hann byrjaði ungur að teikna, aðallega andlitsmyndir, sótti ýmis námskeið tengdri myndlist hjá Helga Vilberg í Myndlistaskólanum á Akureyri. Eftir langt málarahlé byrjaði hann með frístunda listmálarahópnum MOSI að mála aftur og frá 2018 hafa verkin aðallega verið unnin með olíu. Verkin eru flest í raunsæis stíl með fyrirmyndir úr náttúrunni, ýmist frá æskuslóðum úr Aðaldal eða í nágrenni Mosfellsbæjar. Í daglegu starfi vinnur hann vídeóefni fyrir vef og samfélagsmiðla Landspítala en lengst af starfaði hann við viðhald á lækninga- og rannsóknartækjum.

Sýningar:

2024 Samsýning – Jólamarkaður í Listasal Mosfellsbæjar

2024 Eftir vetur kemur vor – samsýning í Grensáskirkju með MOSI myndlistahópur

2021 Síðsumarstemming – samsýning í Listasal Mosfellsbæjar með MOSI listahópur

2019 Samsýning í Grensáskirkju með MOSI myndlistahópur

Opið þriðjudaga- fimmtudag kl. 10-16 og föstudaga, kl. 10-15. Sýningin stendur til 16. mars 2025.

Gæðastund eldri borgara á morgun, þriðjudag 18. febrúar kl. 13:30 til 15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun, þriðjudag 18. febrúar kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dóra Einarsdóttir, hönnuður, kvikmyndagerðarkona og framleiðandi, flytur erindi undir yfirskriftinni „Doris Day and Night – verkefnin erlendis“. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!

Gæðastund eldri borgara næstkomandi þriðjudag 18. febrúar kl. 13:30 til 15

Næsta GÆÐASTUND eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 18. febrúar kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dóra Einarsdóttir, hönnuður, kvikmyndagerðarkona og framleiðandi, flytur erindi undir yfirskriftinni „Doris Day and Night – verkefnin erlendis“. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!