(Ath. Allt miðast við ríkjandi sóttvarnarreglur á hverjum tíma).
Aðfangadagur 24. desember.
Frá kl. 17:30 munu Örnólfur Kristjánsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir leika hátíðlega tónlist á fiðlu og selló.
Aftansöngur kl. 18.
Sr. Helga Soffía Konráðsdótttir prédikar og þjónar fyrir altari. Lesari er Gerður María Sveinsdóttir. Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Una Dóra Þorbjörnsdóttir, sópran syngur einsöng. Karítas Jónsdóttir leikur á zýlófón og Jón Hafsteinn Guðmundsson á trompet. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Ath. Krafist er hraðprófa kirkjugesta vegna aftansöngsins á aðfangadag, vinsamlegast mætið tímanlega til kirkju.
Jóladagur 25. desember.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Verið hjartanlega velkomin.
Annar í jólum 26 desember.
Fjölskylduguðsþjónustu á annan í jólum sem auglýst var í hverfis blaðinu Miðborg – Hlíðar er aflýst.