Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 14. febrúar kl. 13:30-15. Í tilefni Valentínusardags sem er á morgun verður létt og leikandi stemming á Gæðastund þar sem Jóhannes Agnar Kristinsson salsadanskennari kemur og segir frá salsadansi og sýnir dans auk þess að kenna þeim hafa áhuga á að taka sporið létt salsaspor sem allir geta lært.
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 7. febrúar sl. þegar Þórarinn Þórarinsson arkítekt flutti áhugavert erindi um leitina að hinu heilaga grali á Íslandi. Einnig er mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)





