Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 13. febrúar kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund mun Magnús Skúlason, fyrrv. formaður húsafriðunarnefndar ríkisins, flytja erindi sem ber yfirskriftina „Innsýn í íslenska byggingararfleifð“.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Fyrirlesari á mynd sem fylgir er Guðný Einarsdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar, sem flutti á góðri Gæðastund sl. þriðjudag 6. febrúar erindi sem bar yfirskriftina „Ævintýraheimur orgelsins“)