Foreldramorgunn miðvikudag 6. mars kl. 10-11:30

Minnum á Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 6. mars á milli kl. 10-11:30 í Setrinu, kaffistofurými á 1. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Leikstund fyrir börnin, foreldraspjall og léttar veitingar/kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Gæðastund á morgun, þriðjudag 5. mars kl. 13:30-15

Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 5. mars kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund spilum við saman ⚜️KONFEKTBINGÓ⚜️ undir léttum tónum, en vinningarnir eru ljúffengt súkkulaði. (Breyting varð á áður tilkynntri dagskrá þar sem fyrirlesari forfallaðist).
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Meðfylgjandi myndir eru frá góðri Gæðastund sl. þriðjudag 27. febrúar en þá flutti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi, erindi sem bar yfirskriftina „Ljóð, sálmar og söngvar“.)

Sunnudagur 3. mars – Þriðji sunnudagur í föstu

.Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Æskulýðsguðsþjónusta á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Kór Ísaksskóla syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 28. febrúar kl 10-11:30

Minnum á Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 28. febrúar á milli kl. 10-11:30 í Setrinu, kaffistofurými á 1. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Leikstund fyrir börnin, foreldraspjall og léttar veitingar/kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Gæðastund á morgun, þriðjudag 27. febrúar kl. 13:30-15

Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 27. febrúar kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi, flytja erindi sem ber yfirskriftina „Ljóð, sálmar og söngvar“.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Meðfylgjandi myndir eru frá góðri Gæðastund sl. þriðjudag 20. febrúar en þá flutti Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og rithöfundur, erindi sem bar yfirskriftina „Tekist á við tímann – Í Varanasi á Indlandi“.)

Foreldramorgunn á morgun miðvikudag 21. febrúar kl. 10-11:30

Minnum á Foreldramorgunn á morgun, miðvikudag 21. febrúar á milli kl. 10-11:30 í Setrinu, kaffistofurými á 1. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Leikstund fyrir börnin, foreldraspjall og léttar veitingar/kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !

Gæðastund á morgun, þriðjudag 20. febrúar, kl. 13:30-15

Minnum á Gæðastund eldri borgara, á morgun þriðjudag 20. febrúar kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund mun Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og rithöfundur, flytja erindi sem ber yfirskriftina „Tekist á við tímann – Í Varanasi á Indlandi“.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
(Meðfylgjandi myndir eru frá góðri Gæðastund sl. þriðjudag 13. febrúar en þá flutti Magnús Skúlason, fyrrv. formaður húsafriðunarnefndar ríkisins, erindi sem bar yfirskriftina „Innsýn í íslenska byggingararfleifð“.)

Sunnudagur 18. febrúar 2024

Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Vox Feminae syngur, stjórnandi kórsins er Stefan Sand.
Heitt á könnunni að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju: Sýningaropnun Laugardaginn 17. febrúar kl 14-17


Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Þórhöllu Eggertsdóttur, í Gallerí Göngum, laugardaginn 17. febrúar kl 14-17

Þórhalla Eggertsdóttir fæddist 17. febrúar árið 1954 á Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem hún jafnframt ólst upp. Hún er skurðhjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði á skurðstofum LSH í Fossvogi lengstan hluta síns starfsferils.
Þórhalla stundaði einnig nám í listfræði við HÍ/LHÍ á árunum 2000 – 2005 meðfram vinnu og sótti námskeið í grunnteikningu við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í framhaldinu sat hún svo margvísleg námskeið í olíumálun við skólann, allt til ársins 2015.

Öll verk sýningarinnar eru olíumálverk sem flest eru unnin á síðustu tveimur árum. Þórhalla er mikill náttúruunnandi og útivistarkona sem endurspeglast gjarnan í verkum hennar, þó eru verkin oft á tíðum óhlutbundin af stað og stund. Þórhalla rekur vinnustofu á Grandagarði ásamt níu öðrum áhugamálurum.

Sýningin Tímamót er haldin í Gallerí Göngum í tilefni 70 ára afmælis Þórhöllu og stendur frá 17. feb. – 17. mars 2024. Þórhalla mun vera á staðnum alla laugardaga milli kl. 14 – 16 á meðan sýningin stendur yfir.