Fermingar vorið 2022

Fermingarbörn fædd 2008

Þau börn sem eru fædd árið 2008 og hyggjast fermast í Háteigskirkju skulu mæta til skráningarmessu sunnudaginn 22. ágúst 2021 kl. 11:00. Fermingarfræðslan hefst í kirkjunni fimmtudaginn 26. ágúst 2021 og verður þaðan í frá á fimmtudögum allan veturinn:
Hlíðaskóli kl. 16:00
Háteigsskóli kl. 17:00.

Fermingardagar vorsins 2022 verða sem hér segir:
Sunnudagur 3. apríl kl. 10:30
Pálmasunnudagur 10. apríl kl. 10:30
Annar í páskum 18. apríl kl. 10:30.

Farið verður með hópinn í helgarferð í Vatnaskóg í haust, dagsetningar verða birtar á heimasíðu Háteigskirkju við fyrsta tækifæri.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur mun annast fræðsluna og ferma börnin