Uppstigningardagur 26.maí 2022.

Messa kl. 14 á degi aldraðra. Sr. Eiríkur Jóhannsson predikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Systkinin Karítas og Guðmundur Jónsbörn leika á hljóðfæri sín. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.