Tónleikar á Allraheilagramessu

Tónleikar í tilefni Allraheilagramessu í Háteigskirkju sunnudaginn 6.nóvember klukkan 20:00.
Miðaverð 2000 kr.

Kordía ásamt Guðnýju Einarsdóttur organista frumflytja ný íslensk tónverk fyrir orgel og kór eftir
Arngerði Maríu Árnadóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Björn Önund Arnarsson auk þessa að flytja eldri verk eftir Finn Karlsson,
Stefán Arason, Snorra Sigfús Birgisson, Jón Ásgeirsson og fleiri.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson lesa ritningartexta og ljóð.
Kjörin stund til að hvíla í augnablikinu, losna undan skarkala hversdagsins og minnast ástvina sem farnir eru frá okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur!